Flugvallarmálið og stóra samhengið Þór Saari skrifar 31. ágúst 2013 13:11 Umræðan og undirskriftarsöfnunin sem nú er í gangi um færslu Reykjavíkurflugvallar úr miðborginni er um margt sérkennileg samhliða því að vera skólarbókardæmi um hvernig á ekki að fjalla um mál og framreiða þau fyrir undirskriftarsafnanir. Slíkar safnanir munu vonandi í framtíðinni skipta mjög miklu máli ef svo fer að þjóðin fái nýja stjórnarskrá þar sem tiltekin hluti kjósenda getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál og verði svo þá skiptir miklu máli hvernig til tekst. Einhliða umfjöllun um Reykjavíkurflugvöll á vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar þar sem kostir þess að losna við flugvöllinn af núverandi stað koma hvergi fram þýðir einfaldlega að hætta er á rangri ákvarðanatöku í kjölfarið. Þetta þýðir einnig að fjöldi undirskrifta er ekki marktækur þar sem mótrökin vantar. Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki í umræðu sem ætti að vera á lýðræðislegum nótum og vekur þetta framtak því upp þá spurningu hvað er hér að baki. Nú er ég enginn sérstakur baráttumaður gegn flugvellinum en fyrir all nokkrum árum komst ég í kynni við hóp af fólki í samtökum sem kalla sig Betri Byggð, fólk sem er með víðtæka fagþekkingu á skipulagsmálum borga s.s. arkitektar, verkfræðingar, skipulagsfræðingar sem og leikmenn sem hafa mikinn áhuga á umhverfis- og byggðamálum. Það voru kynni mín af vinnu þessa hóps sem vöktu áhuga minn á flugvallarmálinu. Eftir að hafa skoðað gögn þeirra og skýrslur um málið og farið yfir skýrslur Samgönguráðuneytisins og rökin fyrir aðalskipulagstillögum Reykjavíkurborgar komst ég að þeirri niðurstöðu að eitthvert mesta framfaramál fyrir allt höfuðborgarsvæðið væri flutningur flugvallarins úr miðborginni. Helst ætti að færa flugið til Keflavíkur enda er þar fullkominn stór flugvöllur í innan við hálftíma fjarlægð frá Reykjavík. Þar er einnig ágætis ónotuð flugstöð sem þarf bara að taka úr lás og mun sá flutningur skipta sköpum um framtíð innanlandsflugsins. Beint flug út á land fyrir þá sem koma erlendis frá er sennilega það eina sem getur bjargað innanlandsfluginu frá því að leggjast af en sem kunnugt er þá er innanlandsflugið lítið notað og er í raun barn síns tíma frá því þegar samgöngur landleiðina voru mun verri og það er einfaldlega ekki boðlegt frá skynsemissjónarmiðum að nota svo mikið landrými á þessum stað fyrir svo litla starfsemi. Rökin fyrir færslu flugvallarins eru margvísleg en einna helst þau að hann tekur upp gíðarlega mikið pláss í miðborgarsvæði Reykjavíkur og hefur alla tíð staðið því fyrir þrifum að hægt væri að búa til þétta miðborgarbyggð með tilheyrandi almenningssamgöngum og minna bílablæti en núverandi úthverfaskipulag krefst. Flugvallarvæðið sjálft tekur yfir næstum jafn stórt plásss og öll íbúðabyggð í Reykjavík vestan Snorrabrautar og sinnir ekki neinni starfsemi að marki þar sem innan við þúsund manns á dag ferðast með innanlandsfluginu eða færri en Café París afgreiðir daglega. Hvað varðar lendingar einkaþota auðmanna og leikfangaflug flugdellukarla þá er það smámunir einir sem ekki þarf að taka tillit til í svo stóru máli. Núverandi fyrirkomulag skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu, smákóngaveldi sex mjög misstórra sveitarfélaga með risastórt lítið notað landsvæði í hjarta borgarinnar hefur sundrað svæðinu og reynst öllum íbúum svæðisins illa. Svo dreifð byggð eins og er á höfuðborgarsvæðinu er alveg gríðalega kostnaðarsöm og þegar haft er í huga þær stundir sem tugþúsundir manna eyða á hverjum degi í bílum sínum á leið til og frá vinnu, kostnaður við stór umferðarmannvirki, umferðarslys og heilsustjón vegna mengunar þá blasir það við að mikilvægt er að þétta byggðina á svæðinu. Þess má geta að innan svæðis af samsvarandi stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið er rúmast allt svæði Parísar innan svo kallaðs hringvegar og stór hluti þeirra átta milljóna manna sem byggja þá borg. Svæðið innan flugvallargirðingarinnar er um 150 hektarar og af því á Reykjavíkurborg um 60% en ríkið um 40%. Til viðbótar koma svo um 150 hektarar sem er svæðið kringum flugvöllinn í eigu Reyjavíkurborgar og sem ekki er hægt að byggja á vegna vallarins. Samtals gera þetta um 300 hektara af landi sem ef byggt væri á miðað við ákveðinn þéttleika byggðar sem algengur er í höfuðborgum er að verðmæti um 250 milljarðar króna. Þá er rétt að geta þess að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg fá leigu fyrir landið sem flugvöllurinn stendur á og er því um mikla niðurgreiðslu á innanlandsfluginu að ræða. Þétting byggðar með nýtingu flugvallarsvæðisins í stað þess að dreifa byggðinni frekar út frá Reykjavík mun þýða um 40% minni bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu heldur en ella þegar uppbygginu er lokið eftir um 20 ár. Í því felst gríðarlegur sparnaður í minni aksturtíma fyrir tugþúsundir manna að ekki sé talað um sparnað vegna minni umferðarmannvirkja, færri slysa og færri dauðsfalla vegna umferðar. Það þarf nefnilega að taka tillit til þessa líka að samsvarandi útþensla byggðar utan við núverandi kraga byggðar á höfuðborgarsvæðinu þýðir um einn milljarð ekinna kílómetra á ári til viðbótar núverandi umferð. Í umræðunni á netinu undanfarna daga hefur sjúkraflugið verið það helsta sem nefnt hefur verið í sambandi við færslu flugvallarins og miklar upphrópanir í gangi um að það hafi gleymst. Þar hefur hins vegar verið horft framhjá því að flutningur flugvallarins er risavaxið verkefni sem á sér stað í áföngum þar sem fyrsta skrefið er breyting á aðalskipulagi þeirra sem fara með skipulagsvald á svæðinu, þ.e. Reykjavíkurborgar. Næstu skref eru svo útfærsluatriði sem vinnast í ákveðinni röð í samvinnu borgaryfirvalda og ríkisvaldsins, þar með talið hvort annar flugvöllur verði byggður á Hólmsheiði, flugið flutt til Keflavíkur, hvernig samgöngur verða tryggðar við nýja staðsetningu flugvallar og síðast en ekki síst með hvaða hætti sjúkrafluginu verður fyrirkomið. Þar hafa komið fram margar hugmyndir svo sem frekari uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem er á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar og sem myndi minnka þörf almennt fyrir sjúkraflug og einnig hafa verið nefndar hugmyndir um aukið sjúkraflug með þyrlum sem krefst ekki flugvallar. Þar tel ég sjálfur að fara eigi strax í að styrkja mjög landshluta sjúkrahúsin á Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað og gera þau fær um að sinna öllum bráðatilfellum og að staðsetja eigi þyrlur og áhafnir á fleiri stöðum á landinu en í Reykjavík svo sem á vestfjörðum, norð-austurlandi og suð-austurlandi. Slíkt kostar að vísu mikið en við búum í dreift byggðu landi og grundvallaratriði til að halda því öllu í byggð er að öryggi íbúana sé tryggt með fullnægjandi heilbrigðisþjónustu um allt land. Sú umræða sem hefur leitt þetta mál hefur hins vegar verið á nótum upphrópana svo jaðrar við tilfinningaklám og því ekki til framdráttar. „Ég væri dáinn“, „Sonur minn væri dáinn“, „Þúsundir manna eiga líf sitt að launa“ . . . ef ekki væri fyrir núverandi staðsetningu flugvallarins, eru vissulega mikilvægir punktar sem þarf að minna á varðandi þann hluta flugvallarmálsins en eiga einir og sér ekki að stýra málinu. Það er einfaldlega fráleitt að halda því fram flugvöllur verði að vera á þessum stað um aldur og ævi og það sama gildir um öll mannvirki og einnig jafnvel Landspítalann sjálfan. Hann verður líka færður með tíð og tíma ef með þarf og það án þess að stefna mannslífum í voða.Háværustu talsmenn óbreytts ástands eru sérhagmunaöfl af ýmsum toga svo sem flugmenn, flugumferðarstjórar, flugáhugafólk, einkaflugsgeirinn og nokkrir alþingismenn sem nota innanlandsflugið eins og strætó til og frá vinnu. Nú er að sjálfsögðu ekkert við því að segja að raddir sérhagsmuna heyrist en fyrir lýðræðislega umræðu þarf það ætíð að koma fram hvar hagsmunirnir liggja. Varðandi alþingismennina þá fá þingmenn af landsbyggðinni greitt sérstaklega fyrir að halda annað heimili í Reykjavík. Þrátt fyrir það eru þingstörfin skipulögð með þeim hætti að þeir geti farið til síns heima í kjördæmið síðdegis á fimmtudögum og verið þar fram á mánudag og hefur þetta leitt til þess að starfsvika Alþingis er stutt og fá mál eru afgreidd. Ekki er heldur óalgengt að þingmenn fljúgi til síns heima daglega og vilja þeir því að sjálfsögðu hafa flugvél við bæjardyrnar, allt á kostnað skattgreiðenda. Það sem vekur þó sérstaka athygli varðandi þessa undirskriftarsöfnun og umræðuna samfara henni er framganga Friðriks Pálssonar, sjálfstæðismanns, auðmanns og flugáhugamanns. Hann hefur svo gott sem haft í hótunum fyrir fram við alla hugsanlega frambjóðendur í prófkjörum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og heldur því fram sem sjálfsögðu að það verði úrslitaatriði í prófkjörum hver afstaða manna er til flutnings flugvallarins. Sem kunnugt er þá er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ein rjúkandi rúst og þau þroskamerki ýmissa núverandi fulltrúa flokksins að vilja frekar vinna fyrir reykvíkinga alla heldur en að halda uppi þröngri flokka- og átakapólitík fara illa í Sjálfstæðismenn af gamla skólanum sem vilja átök og ekkert nema átök. Framganga flokksins með Ólaf F. og alger hörmungarstjórn Vilhjálms Þ. hefur einnig gert gamla flokksapparatið ótrúverðugt svo um munar og að óbreyttu á flokkurinn ekki séns gegn Besta Flokknum og hinum í Reykjavík. Samkrull Sjálfstæðisflokksins, sjálfstæðismanna í netheimum og Friðriks Pálssonar um þessa undirskriftarsöfnun sem er þaulskipulögð og kostar mikla peninga, bendir til þess að nota eigi flugvallarmálið Sjálfstæðisflokknum til framdráttar í næstu sveitarstjórnaskosningum. Ótrúverðugleiki flokksins og alger málefnaördeyða í Reykjavík vísar veginn og bendir einnig til þess að hér sé á ferðinni örvæntingarfull tilraun til að ná undirtökum á umræðu sem er þó ekki annað en ein risastór smjörklípa, því að í daglegu rekstrarlegu og félagslegu samhengi skiptir Reykjavíkurflugvöllur ekki miklu máli fyrir borgina og íbúa hennar. Ýmislegt bendir einnig til þess að fingarför ritstjóra Morgunblaðsins séu á málinu og væri það vægast sagt kaldhæðni örlagana ef það kemur upp úr dúrnum að vel meinandi landsbyggðafólk hefur nú með undirskrift sinni stutt Sjálfstæðisflokkinn til valda í Reykjavík með Friðrik Pálsson sem borgarstjóraefni og þar með gleypt við smjörklípu sem á sér sennilega enga hliðstæðu. Vegna alls þess sem hér er upp talið og þess algerlega einhliða áróðurs sem birtist á síðu undiskriftasöfnunarinnar er ekki hægt að taka mikið mark á þessum undirskriftum þar sem þær eru ekki byggðar á réttum upplýsingum. Það skiptir því engu máli hvað margir skrifa undir þar sem forsendurnar eru svo skakkar að ekki getur komið nema röng niðurstaða. Þetta er því miður dæmigert fyrir þann flumbrugang sem er á mörgu sem íslendingar taka sér fyrir hendur og hefur leitt til þess að rangar ákvarðanir verða oftar en ekki ofan á. Ákvarðanir sem hafa reynst dýrkeyptar og hafa skekkt og skemmt samfélagið meir og meir eftir því sem árin líða. Ef til vill má jafnvel segja að þessi undirskriftasöfnun sé birtingarmynd andverðleikasamfélagsins þar sem illa ígrunduð sjónarmið, þekkingarleysi, leyndarhyggja og einhliða áróður ráða ferðinni. Árið 2007 fór fram alþjóðleg samkeppni um skipulag á flugvallarasvæðinu með hliðsjón af brotthvarfi vallarins. Það bárust 136 tillögur og voru margar þeirra stórglæsilegar og spönnuðu allt frá háreistri þéttri byggð til lágreistari dreifðari byggðar þar sem umhverfinu þ.e. ásnum frá Nauthólsvík til Tjarnarinnar var gert hátt undir höfði. Slík framtíðarsýn fyrir Reykjavík þar sem fallegt umhverfi og íbúabyggð fara saman, samhliða því að þétta byggð á svæðinu til hagsbóta fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins er sýn sem allir landsmenn ættu að sjálfsögðu að sameinast um fyrir höfuðborg landsins. Þór Saari, Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan og undirskriftarsöfnunin sem nú er í gangi um færslu Reykjavíkurflugvallar úr miðborginni er um margt sérkennileg samhliða því að vera skólarbókardæmi um hvernig á ekki að fjalla um mál og framreiða þau fyrir undirskriftarsafnanir. Slíkar safnanir munu vonandi í framtíðinni skipta mjög miklu máli ef svo fer að þjóðin fái nýja stjórnarskrá þar sem tiltekin hluti kjósenda getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál og verði svo þá skiptir miklu máli hvernig til tekst. Einhliða umfjöllun um Reykjavíkurflugvöll á vefsíðu undirskriftarsöfnunarinnar þar sem kostir þess að losna við flugvöllinn af núverandi stað koma hvergi fram þýðir einfaldlega að hætta er á rangri ákvarðanatöku í kjölfarið. Þetta þýðir einnig að fjöldi undirskrifta er ekki marktækur þar sem mótrökin vantar. Slíkt gengur að sjálfsögðu ekki í umræðu sem ætti að vera á lýðræðislegum nótum og vekur þetta framtak því upp þá spurningu hvað er hér að baki. Nú er ég enginn sérstakur baráttumaður gegn flugvellinum en fyrir all nokkrum árum komst ég í kynni við hóp af fólki í samtökum sem kalla sig Betri Byggð, fólk sem er með víðtæka fagþekkingu á skipulagsmálum borga s.s. arkitektar, verkfræðingar, skipulagsfræðingar sem og leikmenn sem hafa mikinn áhuga á umhverfis- og byggðamálum. Það voru kynni mín af vinnu þessa hóps sem vöktu áhuga minn á flugvallarmálinu. Eftir að hafa skoðað gögn þeirra og skýrslur um málið og farið yfir skýrslur Samgönguráðuneytisins og rökin fyrir aðalskipulagstillögum Reykjavíkurborgar komst ég að þeirri niðurstöðu að eitthvert mesta framfaramál fyrir allt höfuðborgarsvæðið væri flutningur flugvallarins úr miðborginni. Helst ætti að færa flugið til Keflavíkur enda er þar fullkominn stór flugvöllur í innan við hálftíma fjarlægð frá Reykjavík. Þar er einnig ágætis ónotuð flugstöð sem þarf bara að taka úr lás og mun sá flutningur skipta sköpum um framtíð innanlandsflugsins. Beint flug út á land fyrir þá sem koma erlendis frá er sennilega það eina sem getur bjargað innanlandsfluginu frá því að leggjast af en sem kunnugt er þá er innanlandsflugið lítið notað og er í raun barn síns tíma frá því þegar samgöngur landleiðina voru mun verri og það er einfaldlega ekki boðlegt frá skynsemissjónarmiðum að nota svo mikið landrými á þessum stað fyrir svo litla starfsemi. Rökin fyrir færslu flugvallarins eru margvísleg en einna helst þau að hann tekur upp gíðarlega mikið pláss í miðborgarsvæði Reykjavíkur og hefur alla tíð staðið því fyrir þrifum að hægt væri að búa til þétta miðborgarbyggð með tilheyrandi almenningssamgöngum og minna bílablæti en núverandi úthverfaskipulag krefst. Flugvallarvæðið sjálft tekur yfir næstum jafn stórt plásss og öll íbúðabyggð í Reykjavík vestan Snorrabrautar og sinnir ekki neinni starfsemi að marki þar sem innan við þúsund manns á dag ferðast með innanlandsfluginu eða færri en Café París afgreiðir daglega. Hvað varðar lendingar einkaþota auðmanna og leikfangaflug flugdellukarla þá er það smámunir einir sem ekki þarf að taka tillit til í svo stóru máli. Núverandi fyrirkomulag skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu, smákóngaveldi sex mjög misstórra sveitarfélaga með risastórt lítið notað landsvæði í hjarta borgarinnar hefur sundrað svæðinu og reynst öllum íbúum svæðisins illa. Svo dreifð byggð eins og er á höfuðborgarsvæðinu er alveg gríðalega kostnaðarsöm og þegar haft er í huga þær stundir sem tugþúsundir manna eyða á hverjum degi í bílum sínum á leið til og frá vinnu, kostnaður við stór umferðarmannvirki, umferðarslys og heilsustjón vegna mengunar þá blasir það við að mikilvægt er að þétta byggðina á svæðinu. Þess má geta að innan svæðis af samsvarandi stærðargráðu og höfuðborgarsvæðið er rúmast allt svæði Parísar innan svo kallaðs hringvegar og stór hluti þeirra átta milljóna manna sem byggja þá borg. Svæðið innan flugvallargirðingarinnar er um 150 hektarar og af því á Reykjavíkurborg um 60% en ríkið um 40%. Til viðbótar koma svo um 150 hektarar sem er svæðið kringum flugvöllinn í eigu Reyjavíkurborgar og sem ekki er hægt að byggja á vegna vallarins. Samtals gera þetta um 300 hektara af landi sem ef byggt væri á miðað við ákveðinn þéttleika byggðar sem algengur er í höfuðborgum er að verðmæti um 250 milljarðar króna. Þá er rétt að geta þess að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg fá leigu fyrir landið sem flugvöllurinn stendur á og er því um mikla niðurgreiðslu á innanlandsfluginu að ræða. Þétting byggðar með nýtingu flugvallarsvæðisins í stað þess að dreifa byggðinni frekar út frá Reykjavík mun þýða um 40% minni bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu heldur en ella þegar uppbygginu er lokið eftir um 20 ár. Í því felst gríðarlegur sparnaður í minni aksturtíma fyrir tugþúsundir manna að ekki sé talað um sparnað vegna minni umferðarmannvirkja, færri slysa og færri dauðsfalla vegna umferðar. Það þarf nefnilega að taka tillit til þessa líka að samsvarandi útþensla byggðar utan við núverandi kraga byggðar á höfuðborgarsvæðinu þýðir um einn milljarð ekinna kílómetra á ári til viðbótar núverandi umferð. Í umræðunni á netinu undanfarna daga hefur sjúkraflugið verið það helsta sem nefnt hefur verið í sambandi við færslu flugvallarins og miklar upphrópanir í gangi um að það hafi gleymst. Þar hefur hins vegar verið horft framhjá því að flutningur flugvallarins er risavaxið verkefni sem á sér stað í áföngum þar sem fyrsta skrefið er breyting á aðalskipulagi þeirra sem fara með skipulagsvald á svæðinu, þ.e. Reykjavíkurborgar. Næstu skref eru svo útfærsluatriði sem vinnast í ákveðinni röð í samvinnu borgaryfirvalda og ríkisvaldsins, þar með talið hvort annar flugvöllur verði byggður á Hólmsheiði, flugið flutt til Keflavíkur, hvernig samgöngur verða tryggðar við nýja staðsetningu flugvallar og síðast en ekki síst með hvaða hætti sjúkrafluginu verður fyrirkomið. Þar hafa komið fram margar hugmyndir svo sem frekari uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem er á stefnuskrá núverandi ríkisstjórnar og sem myndi minnka þörf almennt fyrir sjúkraflug og einnig hafa verið nefndar hugmyndir um aukið sjúkraflug með þyrlum sem krefst ekki flugvallar. Þar tel ég sjálfur að fara eigi strax í að styrkja mjög landshluta sjúkrahúsin á Ísafirði, Akureyri og Neskaupstað og gera þau fær um að sinna öllum bráðatilfellum og að staðsetja eigi þyrlur og áhafnir á fleiri stöðum á landinu en í Reykjavík svo sem á vestfjörðum, norð-austurlandi og suð-austurlandi. Slíkt kostar að vísu mikið en við búum í dreift byggðu landi og grundvallaratriði til að halda því öllu í byggð er að öryggi íbúana sé tryggt með fullnægjandi heilbrigðisþjónustu um allt land. Sú umræða sem hefur leitt þetta mál hefur hins vegar verið á nótum upphrópana svo jaðrar við tilfinningaklám og því ekki til framdráttar. „Ég væri dáinn“, „Sonur minn væri dáinn“, „Þúsundir manna eiga líf sitt að launa“ . . . ef ekki væri fyrir núverandi staðsetningu flugvallarins, eru vissulega mikilvægir punktar sem þarf að minna á varðandi þann hluta flugvallarmálsins en eiga einir og sér ekki að stýra málinu. Það er einfaldlega fráleitt að halda því fram flugvöllur verði að vera á þessum stað um aldur og ævi og það sama gildir um öll mannvirki og einnig jafnvel Landspítalann sjálfan. Hann verður líka færður með tíð og tíma ef með þarf og það án þess að stefna mannslífum í voða.Háværustu talsmenn óbreytts ástands eru sérhagmunaöfl af ýmsum toga svo sem flugmenn, flugumferðarstjórar, flugáhugafólk, einkaflugsgeirinn og nokkrir alþingismenn sem nota innanlandsflugið eins og strætó til og frá vinnu. Nú er að sjálfsögðu ekkert við því að segja að raddir sérhagsmuna heyrist en fyrir lýðræðislega umræðu þarf það ætíð að koma fram hvar hagsmunirnir liggja. Varðandi alþingismennina þá fá þingmenn af landsbyggðinni greitt sérstaklega fyrir að halda annað heimili í Reykjavík. Þrátt fyrir það eru þingstörfin skipulögð með þeim hætti að þeir geti farið til síns heima í kjördæmið síðdegis á fimmtudögum og verið þar fram á mánudag og hefur þetta leitt til þess að starfsvika Alþingis er stutt og fá mál eru afgreidd. Ekki er heldur óalgengt að þingmenn fljúgi til síns heima daglega og vilja þeir því að sjálfsögðu hafa flugvél við bæjardyrnar, allt á kostnað skattgreiðenda. Það sem vekur þó sérstaka athygli varðandi þessa undirskriftarsöfnun og umræðuna samfara henni er framganga Friðriks Pálssonar, sjálfstæðismanns, auðmanns og flugáhugamanns. Hann hefur svo gott sem haft í hótunum fyrir fram við alla hugsanlega frambjóðendur í prófkjörum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og heldur því fram sem sjálfsögðu að það verði úrslitaatriði í prófkjörum hver afstaða manna er til flutnings flugvallarins. Sem kunnugt er þá er Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ein rjúkandi rúst og þau þroskamerki ýmissa núverandi fulltrúa flokksins að vilja frekar vinna fyrir reykvíkinga alla heldur en að halda uppi þröngri flokka- og átakapólitík fara illa í Sjálfstæðismenn af gamla skólanum sem vilja átök og ekkert nema átök. Framganga flokksins með Ólaf F. og alger hörmungarstjórn Vilhjálms Þ. hefur einnig gert gamla flokksapparatið ótrúverðugt svo um munar og að óbreyttu á flokkurinn ekki séns gegn Besta Flokknum og hinum í Reykjavík. Samkrull Sjálfstæðisflokksins, sjálfstæðismanna í netheimum og Friðriks Pálssonar um þessa undirskriftarsöfnun sem er þaulskipulögð og kostar mikla peninga, bendir til þess að nota eigi flugvallarmálið Sjálfstæðisflokknum til framdráttar í næstu sveitarstjórnaskosningum. Ótrúverðugleiki flokksins og alger málefnaördeyða í Reykjavík vísar veginn og bendir einnig til þess að hér sé á ferðinni örvæntingarfull tilraun til að ná undirtökum á umræðu sem er þó ekki annað en ein risastór smjörklípa, því að í daglegu rekstrarlegu og félagslegu samhengi skiptir Reykjavíkurflugvöllur ekki miklu máli fyrir borgina og íbúa hennar. Ýmislegt bendir einnig til þess að fingarför ritstjóra Morgunblaðsins séu á málinu og væri það vægast sagt kaldhæðni örlagana ef það kemur upp úr dúrnum að vel meinandi landsbyggðafólk hefur nú með undirskrift sinni stutt Sjálfstæðisflokkinn til valda í Reykjavík með Friðrik Pálsson sem borgarstjóraefni og þar með gleypt við smjörklípu sem á sér sennilega enga hliðstæðu. Vegna alls þess sem hér er upp talið og þess algerlega einhliða áróðurs sem birtist á síðu undiskriftasöfnunarinnar er ekki hægt að taka mikið mark á þessum undirskriftum þar sem þær eru ekki byggðar á réttum upplýsingum. Það skiptir því engu máli hvað margir skrifa undir þar sem forsendurnar eru svo skakkar að ekki getur komið nema röng niðurstaða. Þetta er því miður dæmigert fyrir þann flumbrugang sem er á mörgu sem íslendingar taka sér fyrir hendur og hefur leitt til þess að rangar ákvarðanir verða oftar en ekki ofan á. Ákvarðanir sem hafa reynst dýrkeyptar og hafa skekkt og skemmt samfélagið meir og meir eftir því sem árin líða. Ef til vill má jafnvel segja að þessi undirskriftasöfnun sé birtingarmynd andverðleikasamfélagsins þar sem illa ígrunduð sjónarmið, þekkingarleysi, leyndarhyggja og einhliða áróður ráða ferðinni. Árið 2007 fór fram alþjóðleg samkeppni um skipulag á flugvallarasvæðinu með hliðsjón af brotthvarfi vallarins. Það bárust 136 tillögur og voru margar þeirra stórglæsilegar og spönnuðu allt frá háreistri þéttri byggð til lágreistari dreifðari byggðar þar sem umhverfinu þ.e. ásnum frá Nauthólsvík til Tjarnarinnar var gert hátt undir höfði. Slík framtíðarsýn fyrir Reykjavík þar sem fallegt umhverfi og íbúabyggð fara saman, samhliða því að þétta byggð á svæðinu til hagsbóta fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins er sýn sem allir landsmenn ættu að sjálfsögðu að sameinast um fyrir höfuðborg landsins. Þór Saari, Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar