Fimm Íslendingar keppa í MMA í kvöld Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. september 2013 13:18 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Björn Diego Valencia mun öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Euro Fight Night í Dublin. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20. MMA Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20.
MMA Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira