Umfjöllun og viðtöl: Valur Lengjubikarmeistari kvenna Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni skrifar 29. september 2013 00:01 Valur varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna í körfubolta. Valur lagði þá Hauka í hörkuleik sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Haukar og Valur mættust í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Leikurinn varð hin mesta skemmtun í síðari hálfleik en Valskonur fóru með öll völd á vellinum í þeim fyrri. Fyrsti leikhluti fór ágætlega af stað fyrir bæði lið en þegar um 5:30 voru eftir af honum sýndu Valskonur að þær geta spilað hörkuvörn sem skilaði sér í því að þær náðu fimm stiga forystu 11-6. Sterkur varnarleikur þeirra hélt áfram út leikhlutann og endaði hann með því að forustan var komin í 13 stig, 27-14 þega flautan gall í lok fyrsta leikhluta. Stigaskorið sýndi að breiddin hjá Valskonum virðist vera í góðum málum en 8 leikmenn þeirra voru komnar á blað strax að leikhlutanum loknum. Lele Hardy fór hinsvegar fyrir Haukaliðinu með átta stig. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum, það er Valskonur héldu uppteknum hætti í vörninni og komust mest í 21 stigs forustu, 42-21 þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Hálfleikurinn endaði 42-23 Valskonum í vil og gátu Haukar þakkað Lele Hardy fyrir að vera ekki meira undir en hún var komin með tvöfalda tvennu í hálfleik. 12 stig og 13 fráköst. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn með miklum látum. Þær juku ákafann í vörninni hjá sér og skilaði það sér í að munurinn var kominn niður í 10 stig þegar þegar 4:24 voru eftir af þriðja leikhluta og fimm stig þegar flautan gall í lok leikhlutans. Unnu Haukakonur leikhlutann 20-6 og gældi Lele Hardy við þrefalda tvennu og var með 21 stig, 19 fráköst og 7 stolna bolta þegar leikhlutanum lauk. Haukar héldu áfram að þjarma að Valskonum í upphafi fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar 7:24 voru eftir af leiknum. Þá sögðu Valskonur hingað og ekki lengri og með því að leggja áherslu á að stöðva Lele Hardy, besta leikmann vallarins, juku þær forustuna í 11 stig þegar 3:43 voru eftir af leiknum. Haukar gerðu þó lokaáhlaup og náðu að minnka muninn í þrjú stig þegar sjö sekúndur voru eftir en Valur náði að klára leikinn á vítalínunni en Lele Hardy snyrti lokastöðuna vel til með því að skora flautukörfu langt utan af velli og enduðu leikar 64-63 Val í vil. Valskonur voru vel að sigrinum komnar, lögðu grunninn að honum í fyrri hálfleik og héldu síðan út í síðari hálfleik þegar Haukar gerðu áhlaup. Liðsheildin var flott hjá Val en Lele Hardy var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. Þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir komandi leiktíð.Þórunn Bjarnadóttir: „Við erum allar tilbúnar“ „Við stóðum okkur vel í fyrri hálfleik, náðum upp bili en það má aldrei hætta. Það er aldrei neitt gefið“, sagði Þórunn Bjarnadóttir um gang úrslitaleiksins í dag og bætti við um andstæðinga sína. „Haukaliðið er með svaka karakter og kom til baka með hörku vörn og við bökkuðum aðeins.“ Um liðin sem áttust við í dag og tímabilið sem framundan sagði Þórunn: „Miðað við þennan mannskap sem liðin búa yfir kæmi það mér ekki á óvart að þau endi ofarlega. Við erum samt með svakalega sterka liðsheild, ef einhver dettur út kemur bara einhver önnur inn og þannig eigum við eftir að spila þetta í vetur. Það er okkar styrkleiki það er breiddin. Þetta er langt tímabil og það er gott að hafa nóg af fólki og við erum allar tilbúnar.“ Bætti hún við um sitt hlutverk: „Maður verður að reyna að miðla einhverju til yngri leikmannana, sýna þeim hvernig á að gera þetta.“Bjarni Magnússon: „Ég ætla að taka góðu hlutina úr þessu“ „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið svart og hvítt bara“, sagði niðurlútur Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleik, þegar hann var spurður að því hvernig leikurinn leit út frá hans sjónarhorni. Aðspurður hvað hann hafi sagt við sína leikmenn í hálfleik sagði Bjarni: „Ég þurfti svosem ekki að segja mikið, þetta eru allt keppnisstelpur og með mikinn metnað. Við þurftum aðallega bara að hætta að horfa á töfluna og sýna úr hverju við værum gerðar. Hvernig karakterar eru í liðinu. Við töluðum um það fyrir leikinn að leikirnir sem við værum búnar að spila í haust væru kannski ekki búnir að vera mjög jafnir en að við myndum örugglega fá góða mótstöðu í kvöld og að við þurftum að sýna hvernig lið við ætlum að vera. Þær sýndu það í seinni hálfleik og er ég mjög ánægður með það.“ Að auki sagði Bjarni um liðið sitt: „Það lið sem við sýndum í seinni hálfleik verður það lið sem við mætum með í Íslandsmótið í vetur. Það var margt slæmt í þessu en ég ætla að taka góðu hlutina úr þessu.“ Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Valur-Haukar 64-63 (27-14, 15-9, 6-20, 16-20)Valur: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12, Jaleesa Butler 11/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 6/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 3/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, María Björnsdóttir 0, Rut Konráðsdóttir 0.Haukar: Lele Hardy 28/25 fráköst/8 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12, Lovísa Björt Henningsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundardóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0, Ína Salome Sturludóttir 0.4. leikhluti | 64-63: Haukar brjóta af sér þegar 2 sekúndur eru eftir var eitt víti sett niður og kláraði þar með leikinn en Hardy negldi niður flautukörfu en það var til lítils. Valur eru Lengjubikarmeistarar 2013 og eru vel að sigrinum komnar. Umfjöllun og viðtöl koma seinna í dag.4. leikhluti | 63-60: Ragna setti annað vítið niður en Haukar svar með tveimur vítum. 7 sek. eftir og það er tekið leikhlé, Haukakonur gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefanna.4. leikhluti | 62-58: 12 sekúndur eftir og aftur er Ragna Brynjarsdóttir að fara á línuna. Þetta gæti klárað leikinn. Haukar búnir að fá tækifærin til að minnka muninn en eru ekki að hitta skotnunum sínum.4. leikhluti | 62-58: Ragna Brynjarsdóttir setti niður annað vítið og Haukar taka leikhlé þegar 36 sekúndur eru eftir.4. leikhluti | 49-48: Ein mínúta eftir og Valskonur eru að fara á vítalínuna. Haukar hafa fengið tækifæri til að minnka muninn eða jafna en það gengur ekki.4. leikhluti | 61-58: Ég hafði rangt fyrir mér, Valur er ekkert að sigla þessu heim. 0-8 runa hjá Haukum og Hardy með fjögur af þeim. Valur tekur leikhlé þegar 1:57 er eftir.4. leikhluti | 61-50: Valur virðist vera að sigla þessum leik heim. Haukar taka leikhlé þegar 3:43 eru eftir og staðan er komin í 11 stig. Lele Hardy virðist eiga erfitt með að skora og er það að skila sér fyrir Valskonur.4. leikhluti | 59-50: Auður Ólafsdóttir hefur lokið leik fyrir Hauka með 5 villur og Lovísa Henningsdóttir er með fjórar. 4:19 eftir.4. leikhluti | 55-48: Valskonur eru að taka völdin aftur að því er virðist. Leggja mikla áherslu á að stöðva Hardy núna og er það að virka. 5:30 eftir.4. leikhluti | 51-48: Þvílíkur varnarleikur hjá Jaleesu Butler, meinaði Lele Hardy aðgengi í tvígang. 6:33 eftir.4. leikhluti | 49-48: Átta stolnir boltar hjá Lele Hardy og Lovísa Henningsdóttir negldi þristniður í kjölfarið. Eins stigs munur og allt á suðupunkit í Ljónagryfjunni. 7:34 eftir.4. leikhluti | 49-42: Fjórði leikhluti er hafinn og Valur skoraði fyrsta stigið af vítalínunni. 8:50 eftir.3. leikhluti | 48-43: Þriðja leikhluta er lokið og unnu Haukar leikhlutann 20-6. Fimm stig eru ekki neitt í körfubolta og þetta verður spennandi lokaleikhluti. Lele Hardy heldur áfram að eiga stórleik, 21 stig, 19 fráköst og 7 stolnir boltar.3. leikhluti | 48-39: Leikhlé þegar 1:40 eru eftir af þriðja leikhluta. Annar þristurinn var víst langur tvistur en það er sama þetta var fallegt stökkskot hjá Margréti Hálfdánsdóttur. Valur er að setja niður körfur og þannig halda muninum í 9-11 stigum.3. leikhluti | 46-39: 3:10 eftir og Haukar voru að negla niður tveimur þristum í röð.3. leikhluti | 44-34: Valur tekur leikhlé þegar 4:24 eru eftir af leikhlutanum. Haukar hafa aukið ákafann í vörn sinni og eru að uppskera eftir því, hafa skorað 11 stig á móti tveimur á fyrstu fimm og hálfri mínútunni. Þetta gæti enn orðið spennandi úrslitaleikur.3. leikhluti | 44-32: Lele Hardy að stela boltanum af Valskonum og skorar svo í næstu sókn. Allt annað að sjá Haukana í 3. leikhluta.3. leikhluti | 42-27: Haukar byrja af miklum krafti í seinni hálfleik, búnar að skora 4 fyrstu stigin sýna miklu meiri baráttu í vörninni. 7:52 eftir.3. leikhluti | 42-23: 3. leikhluti er byrjaður og Hardy er búinn að rífa niður enn eitt frákastið.2. leikhluti | 42-23: Öðrum leikhluta er lokið og hafa Valskonur 19 stiga forystu í hálfleik. Valur lék góða vörn seinustu fimm mínúturnar af hálfleiknum og skoraðu Haukar einungis 2 stig á því tímabili. Hallveig Jónsdóttir leiðir Valskonur í stigaskori en Lele Hardy er langstigahæst hjá Haukum með 12 stig ásamt því að hafa tekið 13 fráköst.2. leikhluti | 42-21: Munurinn kominn í 21 stig þegar mínúta er eftir. Haukar hafa ekki skorað í fjórar mínútur.2. leikhluti | 40-21: Góð vörn hjá Val sem orsakar það að skotklukkan rennur út hjá Haukum. Valskonur eru miklu grimmari í vörninni.2. leikhluti | 38-21: Haukar taka leikhlé þegar 3:45 eru eftir af hálfleiknum. Hallveig Jónsdóttir er stigahæst fyrir Val með 8 stig en Lele Hardy er með 10 stig fyrir Hauka.2. leikhluti | 34-21: Lele Hardy fer fyrir Haukaliðinu, er komin með 10 stig og 10 fráköst nú þegar. Valskonur eru hinsvegar að stöðva aðra leikmenn Hauka. 5:32 eftir.2. leikhluti | 32-16: Kristrún Sigurjónsdóttir hefur nælt sér í 2 villur í leikhlutanum og er komin með þrjár villur í heild hún fær sér því sæti á bekknum. 6:51 eftir.2. leikhluti | 30-16: Nú voru það Haukar sem skoruðu fyrstu körfu leikhlutans en Valur svaraði strax í næstu sókn með þriggja stiga körfu.2. leikhluti | 27-14: Annar leikhluti er hafinn.1. leikhluti | 27-14: Fyrsta leikhluta er lokið og eins og áður segir eru Valskonur að spila hörkuvörn ásamt því að ganga betur í sínum sóknaraðgerðum. 3 Valskonur eru komnar með 4 stig en stigahæst hjá Haukum er Lele Hardy með átta stig. Engin teljandi villuvandræði enn sem komið er.1. leikhluti: 22-14. 1 mínúta eftir af leikhlutanum og Val gengur betur í sínum sóknaraðgerðum.1. leikhluti: 16-10: Leikhlé tekið af Haukum þegar 3:48 eru eftir af leikhlutanum. Haukum hefur tekist illa að koma boltanum í körfuna og hafa hleypt Valskonum í of auðveld sniðskot.1. leikhluti: 11-6. Valur er að spila flotta vörn og er að nýta sóknir sínar og hafa tekið örlitla forystu. 5:30 eftir.1. leikhluti: 7-5. Lele Hardy hefur skorað öll stig Hauka en stigaskorið er að dreifast milli þriggja leikmanna Vals.1. leikhluti: 2-3. Valur skoraði fyrstu körfuna en Haukar svöruðu með þriggja stiga körfu strax í næstu sókn. 8:25 eftir.1. leikhluti: Boltanum hefur verið kastað upp og við erum byrjaðir í ljónagryfjunni.Fyrir leik: 3 mínútur í leik og gömlu góðu lay-up raðirnar eru í gangi. Það er að byggjast upp stemmning hjá báðum liðum endar er bikar í boði í dag.Fyrir leik: Bæði þessi lið eru ósigruð í keppninni til þessa. Valur vann A-riðil með fullt hús stiga og Haukar gerðu slíkt hið sama í B-riðli.Fyrir leik: Það eru rúmar 20 mínútur í leik og dömurnar hita upp af miklum móð.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Vals og Hauka lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Valur varð í dag Lengjubikarmeistari kvenna í körfubolta. Valur lagði þá Hauka í hörkuleik sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Haukar og Valur mættust í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Leikurinn varð hin mesta skemmtun í síðari hálfleik en Valskonur fóru með öll völd á vellinum í þeim fyrri. Fyrsti leikhluti fór ágætlega af stað fyrir bæði lið en þegar um 5:30 voru eftir af honum sýndu Valskonur að þær geta spilað hörkuvörn sem skilaði sér í því að þær náðu fimm stiga forystu 11-6. Sterkur varnarleikur þeirra hélt áfram út leikhlutann og endaði hann með því að forustan var komin í 13 stig, 27-14 þega flautan gall í lok fyrsta leikhluta. Stigaskorið sýndi að breiddin hjá Valskonum virðist vera í góðum málum en 8 leikmenn þeirra voru komnar á blað strax að leikhlutanum loknum. Lele Hardy fór hinsvegar fyrir Haukaliðinu með átta stig. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum, það er Valskonur héldu uppteknum hætti í vörninni og komust mest í 21 stigs forustu, 42-21 þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Hálfleikurinn endaði 42-23 Valskonum í vil og gátu Haukar þakkað Lele Hardy fyrir að vera ekki meira undir en hún var komin með tvöfalda tvennu í hálfleik. 12 stig og 13 fráköst. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn með miklum látum. Þær juku ákafann í vörninni hjá sér og skilaði það sér í að munurinn var kominn niður í 10 stig þegar þegar 4:24 voru eftir af þriðja leikhluta og fimm stig þegar flautan gall í lok leikhlutans. Unnu Haukakonur leikhlutann 20-6 og gældi Lele Hardy við þrefalda tvennu og var með 21 stig, 19 fráköst og 7 stolna bolta þegar leikhlutanum lauk. Haukar héldu áfram að þjarma að Valskonum í upphafi fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar 7:24 voru eftir af leiknum. Þá sögðu Valskonur hingað og ekki lengri og með því að leggja áherslu á að stöðva Lele Hardy, besta leikmann vallarins, juku þær forustuna í 11 stig þegar 3:43 voru eftir af leiknum. Haukar gerðu þó lokaáhlaup og náðu að minnka muninn í þrjú stig þegar sjö sekúndur voru eftir en Valur náði að klára leikinn á vítalínunni en Lele Hardy snyrti lokastöðuna vel til með því að skora flautukörfu langt utan af velli og enduðu leikar 64-63 Val í vil. Valskonur voru vel að sigrinum komnar, lögðu grunninn að honum í fyrri hálfleik og héldu síðan út í síðari hálfleik þegar Haukar gerðu áhlaup. Liðsheildin var flott hjá Val en Lele Hardy var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. Þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir komandi leiktíð.Þórunn Bjarnadóttir: „Við erum allar tilbúnar“ „Við stóðum okkur vel í fyrri hálfleik, náðum upp bili en það má aldrei hætta. Það er aldrei neitt gefið“, sagði Þórunn Bjarnadóttir um gang úrslitaleiksins í dag og bætti við um andstæðinga sína. „Haukaliðið er með svaka karakter og kom til baka með hörku vörn og við bökkuðum aðeins.“ Um liðin sem áttust við í dag og tímabilið sem framundan sagði Þórunn: „Miðað við þennan mannskap sem liðin búa yfir kæmi það mér ekki á óvart að þau endi ofarlega. Við erum samt með svakalega sterka liðsheild, ef einhver dettur út kemur bara einhver önnur inn og þannig eigum við eftir að spila þetta í vetur. Það er okkar styrkleiki það er breiddin. Þetta er langt tímabil og það er gott að hafa nóg af fólki og við erum allar tilbúnar.“ Bætti hún við um sitt hlutverk: „Maður verður að reyna að miðla einhverju til yngri leikmannana, sýna þeim hvernig á að gera þetta.“Bjarni Magnússon: „Ég ætla að taka góðu hlutina úr þessu“ „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið svart og hvítt bara“, sagði niðurlútur Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleik, þegar hann var spurður að því hvernig leikurinn leit út frá hans sjónarhorni. Aðspurður hvað hann hafi sagt við sína leikmenn í hálfleik sagði Bjarni: „Ég þurfti svosem ekki að segja mikið, þetta eru allt keppnisstelpur og með mikinn metnað. Við þurftum aðallega bara að hætta að horfa á töfluna og sýna úr hverju við værum gerðar. Hvernig karakterar eru í liðinu. Við töluðum um það fyrir leikinn að leikirnir sem við værum búnar að spila í haust væru kannski ekki búnir að vera mjög jafnir en að við myndum örugglega fá góða mótstöðu í kvöld og að við þurftum að sýna hvernig lið við ætlum að vera. Þær sýndu það í seinni hálfleik og er ég mjög ánægður með það.“ Að auki sagði Bjarni um liðið sitt: „Það lið sem við sýndum í seinni hálfleik verður það lið sem við mætum með í Íslandsmótið í vetur. Það var margt slæmt í þessu en ég ætla að taka góðu hlutina úr þessu.“ Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.Valur-Haukar 64-63 (27-14, 15-9, 6-20, 16-20)Valur: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12, Jaleesa Butler 11/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 6/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Ragnheiður Benónísdóttir 3/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, María Björnsdóttir 0, Rut Konráðsdóttir 0.Haukar: Lele Hardy 28/25 fráköst/8 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12, Lovísa Björt Henningsdóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0, Guðrún Ósk Ámundardóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0, Ína Salome Sturludóttir 0.4. leikhluti | 64-63: Haukar brjóta af sér þegar 2 sekúndur eru eftir var eitt víti sett niður og kláraði þar með leikinn en Hardy negldi niður flautukörfu en það var til lítils. Valur eru Lengjubikarmeistarar 2013 og eru vel að sigrinum komnar. Umfjöllun og viðtöl koma seinna í dag.4. leikhluti | 63-60: Ragna setti annað vítið niður en Haukar svar með tveimur vítum. 7 sek. eftir og það er tekið leikhlé, Haukakonur gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefanna.4. leikhluti | 62-58: 12 sekúndur eftir og aftur er Ragna Brynjarsdóttir að fara á línuna. Þetta gæti klárað leikinn. Haukar búnir að fá tækifærin til að minnka muninn en eru ekki að hitta skotnunum sínum.4. leikhluti | 62-58: Ragna Brynjarsdóttir setti niður annað vítið og Haukar taka leikhlé þegar 36 sekúndur eru eftir.4. leikhluti | 49-48: Ein mínúta eftir og Valskonur eru að fara á vítalínuna. Haukar hafa fengið tækifæri til að minnka muninn eða jafna en það gengur ekki.4. leikhluti | 61-58: Ég hafði rangt fyrir mér, Valur er ekkert að sigla þessu heim. 0-8 runa hjá Haukum og Hardy með fjögur af þeim. Valur tekur leikhlé þegar 1:57 er eftir.4. leikhluti | 61-50: Valur virðist vera að sigla þessum leik heim. Haukar taka leikhlé þegar 3:43 eru eftir og staðan er komin í 11 stig. Lele Hardy virðist eiga erfitt með að skora og er það að skila sér fyrir Valskonur.4. leikhluti | 59-50: Auður Ólafsdóttir hefur lokið leik fyrir Hauka með 5 villur og Lovísa Henningsdóttir er með fjórar. 4:19 eftir.4. leikhluti | 55-48: Valskonur eru að taka völdin aftur að því er virðist. Leggja mikla áherslu á að stöðva Hardy núna og er það að virka. 5:30 eftir.4. leikhluti | 51-48: Þvílíkur varnarleikur hjá Jaleesu Butler, meinaði Lele Hardy aðgengi í tvígang. 6:33 eftir.4. leikhluti | 49-48: Átta stolnir boltar hjá Lele Hardy og Lovísa Henningsdóttir negldi þristniður í kjölfarið. Eins stigs munur og allt á suðupunkit í Ljónagryfjunni. 7:34 eftir.4. leikhluti | 49-42: Fjórði leikhluti er hafinn og Valur skoraði fyrsta stigið af vítalínunni. 8:50 eftir.3. leikhluti | 48-43: Þriðja leikhluta er lokið og unnu Haukar leikhlutann 20-6. Fimm stig eru ekki neitt í körfubolta og þetta verður spennandi lokaleikhluti. Lele Hardy heldur áfram að eiga stórleik, 21 stig, 19 fráköst og 7 stolnir boltar.3. leikhluti | 48-39: Leikhlé þegar 1:40 eru eftir af þriðja leikhluta. Annar þristurinn var víst langur tvistur en það er sama þetta var fallegt stökkskot hjá Margréti Hálfdánsdóttur. Valur er að setja niður körfur og þannig halda muninum í 9-11 stigum.3. leikhluti | 46-39: 3:10 eftir og Haukar voru að negla niður tveimur þristum í röð.3. leikhluti | 44-34: Valur tekur leikhlé þegar 4:24 eru eftir af leikhlutanum. Haukar hafa aukið ákafann í vörn sinni og eru að uppskera eftir því, hafa skorað 11 stig á móti tveimur á fyrstu fimm og hálfri mínútunni. Þetta gæti enn orðið spennandi úrslitaleikur.3. leikhluti | 44-32: Lele Hardy að stela boltanum af Valskonum og skorar svo í næstu sókn. Allt annað að sjá Haukana í 3. leikhluta.3. leikhluti | 42-27: Haukar byrja af miklum krafti í seinni hálfleik, búnar að skora 4 fyrstu stigin sýna miklu meiri baráttu í vörninni. 7:52 eftir.3. leikhluti | 42-23: 3. leikhluti er byrjaður og Hardy er búinn að rífa niður enn eitt frákastið.2. leikhluti | 42-23: Öðrum leikhluta er lokið og hafa Valskonur 19 stiga forystu í hálfleik. Valur lék góða vörn seinustu fimm mínúturnar af hálfleiknum og skoraðu Haukar einungis 2 stig á því tímabili. Hallveig Jónsdóttir leiðir Valskonur í stigaskori en Lele Hardy er langstigahæst hjá Haukum með 12 stig ásamt því að hafa tekið 13 fráköst.2. leikhluti | 42-21: Munurinn kominn í 21 stig þegar mínúta er eftir. Haukar hafa ekki skorað í fjórar mínútur.2. leikhluti | 40-21: Góð vörn hjá Val sem orsakar það að skotklukkan rennur út hjá Haukum. Valskonur eru miklu grimmari í vörninni.2. leikhluti | 38-21: Haukar taka leikhlé þegar 3:45 eru eftir af hálfleiknum. Hallveig Jónsdóttir er stigahæst fyrir Val með 8 stig en Lele Hardy er með 10 stig fyrir Hauka.2. leikhluti | 34-21: Lele Hardy fer fyrir Haukaliðinu, er komin með 10 stig og 10 fráköst nú þegar. Valskonur eru hinsvegar að stöðva aðra leikmenn Hauka. 5:32 eftir.2. leikhluti | 32-16: Kristrún Sigurjónsdóttir hefur nælt sér í 2 villur í leikhlutanum og er komin með þrjár villur í heild hún fær sér því sæti á bekknum. 6:51 eftir.2. leikhluti | 30-16: Nú voru það Haukar sem skoruðu fyrstu körfu leikhlutans en Valur svaraði strax í næstu sókn með þriggja stiga körfu.2. leikhluti | 27-14: Annar leikhluti er hafinn.1. leikhluti | 27-14: Fyrsta leikhluta er lokið og eins og áður segir eru Valskonur að spila hörkuvörn ásamt því að ganga betur í sínum sóknaraðgerðum. 3 Valskonur eru komnar með 4 stig en stigahæst hjá Haukum er Lele Hardy með átta stig. Engin teljandi villuvandræði enn sem komið er.1. leikhluti: 22-14. 1 mínúta eftir af leikhlutanum og Val gengur betur í sínum sóknaraðgerðum.1. leikhluti: 16-10: Leikhlé tekið af Haukum þegar 3:48 eru eftir af leikhlutanum. Haukum hefur tekist illa að koma boltanum í körfuna og hafa hleypt Valskonum í of auðveld sniðskot.1. leikhluti: 11-6. Valur er að spila flotta vörn og er að nýta sóknir sínar og hafa tekið örlitla forystu. 5:30 eftir.1. leikhluti: 7-5. Lele Hardy hefur skorað öll stig Hauka en stigaskorið er að dreifast milli þriggja leikmanna Vals.1. leikhluti: 2-3. Valur skoraði fyrstu körfuna en Haukar svöruðu með þriggja stiga körfu strax í næstu sókn. 8:25 eftir.1. leikhluti: Boltanum hefur verið kastað upp og við erum byrjaðir í ljónagryfjunni.Fyrir leik: 3 mínútur í leik og gömlu góðu lay-up raðirnar eru í gangi. Það er að byggjast upp stemmning hjá báðum liðum endar er bikar í boði í dag.Fyrir leik: Bæði þessi lið eru ósigruð í keppninni til þessa. Valur vann A-riðil með fullt hús stiga og Haukar gerðu slíkt hið sama í B-riðli.Fyrir leik: Það eru rúmar 20 mínútur í leik og dömurnar hita upp af miklum móð.Fyrir leik: Komiði sæl. Hér verður leik Vals og Hauka lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira