Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2013 20:37 Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08