Listamenn segja fjárlagafrumvarpi stríð á hendur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2013 14:31 Kolbrún Halldórsdóttir. Aðgerðaráætlun listamanna er í farvatninu. Heiða Bandalag íslenskra listamanna undirbýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að upplýsa stjórnmálamenn og almenning um afleiðingar fyrirhugaðs niðurskurðurar til starfssjóða listamanna. Vísir hefur undir höndum glærur þar sem BÍL leggur á ráðin um hvernig bregðast megi við miklum niðurskurðaráætlunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi. Minnispunktarnir eru frá baraáttufundi BÍL sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Þar kennir ýmissa grasa, hugmyndir og stikkorð svo sem „Hættum að kristna páfann“, „Náum eyrum þeirra sem ekki eru sammála okkur“, „Útbúum lesnar auglýsingar með stuttum staðreyndum“ og: „Vissir þú að fyrir hverja krónu sem ríkið setur í verkefnasjóði listamanna koma þrjár til fimm tilbaka í ríkiskassann?“ Og: „Vissir þú að fyrir hvern listamann sem er í fullri vinnu eru 9 aðrir í afleiddum störfum?“ Á þessum og fleiri atriðum vilja listamenn hamra: „Listalausi dagurinn –„slagorðadagur“ – grín-karneval, fá alla með í liðið!“Í glærusafni listamanna má finna þessa mynd Halldórs Baldurssonar.„Jájá, við erum að reyna að stappa saman fólki í baráttuna. En of mikið að segja að komin sé upp einhver áætlun, heldur er þetta hugaflug eftir baráttufund 12 manna sem tilnefndir voru af aðildarfélögunum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL. Hún segir að fyrst og fremst verði barist fyrir því að horfið verði frá því að verkefnasjóðir verði lagðir af, eins og í stefnir miðað við fjárlagafrumvarp. „Við erum að reyna að byggja upp skilning á því mikilvægi sem listafólk hefur þegar horft er til atvinnulífs sem heildar og fjölbreyttni í atvinnulífinu.“Ykkur hefur brugðið í brún þegar fjármálafrumvarpið leit dagsins ljós? „Það var nú verið að setja upp einhverjar fyrirsagnir um það að við værum óttaslegin – en í sjálfu sér þá vissum við þetta alveg. Við heyrðum þetta í kosningabaráttunni.“ Kolbrún vísar þar til málflutnings þeirra sem nú sitja í stjórn í aðdraganda kosninga. Hún segir listamenn því hafa verið undir þetta búnir. Fjárlagafrumvarpið er ekki enn komið til annarrar umræðu og listamannafélögin hafa meira og minna ályktað. Kolbrún vonast til að baráttan skili sér því mikið er í húfi. „Og þá reyna ekki að fara niður í þessar skotgrafir sem boðið var uppá af formanni fjárlaganefndar á sínum tíma, þegar talað var um að skera niður öll listamannalaun.“ Til stendur að bóka fundi með þingmönnum og fjárlaganefnd þegar áætlunin liggur fyrir. Kolbrún segir mikilvægt að menn átti sig á því að um er að ræða sjóði, um átta talsins, að þeir verði ekki skornir niður og ekki megi rugla þeim saman við starfslaun listamanna. Þau séu hugsuð til að listamenn eigi fyrir salti í grautinn en starfssjóðirnir skapandi atvinnugreina eru forsenda þess að hrinda megi verkefnum í framkvæmd. Og afleidd störf séu fjölmörg. „Þó svo að listamennirnir fái laun þá hafa þeir aldrei fjármuni fyrir verkefnunum sjálfum. Þeir geta kannski keypt sér salt í grautinn en þeir geta ekki keypt sér spýtur og striga.“ Og svo framvegis. Gróflega er fyrirhugað, samkvæmt fjárlagafrumvarpi, að skera niður 750 milljónir í heild til starfssjóða listamanna, þar af 250 milljónir í minni sjóði og 400 milljónir í kvikmyndasjóð.Meðal þess sem bent er á í minnispunktunum er að listamenn séu vakandi fyrir því að dreifa myndbandi Hugleiks Dagssonar sem víðast. Sjá hér neðar. Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Bandalag íslenskra listamanna undirbýr aðgerðaráætlun sem miðar að því að upplýsa stjórnmálamenn og almenning um afleiðingar fyrirhugaðs niðurskurðurar til starfssjóða listamanna. Vísir hefur undir höndum glærur þar sem BÍL leggur á ráðin um hvernig bregðast megi við miklum niðurskurðaráætlunum sem boðaðar eru í nýju fjárlagafrumvarpi. Minnispunktarnir eru frá baraáttufundi BÍL sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Þar kennir ýmissa grasa, hugmyndir og stikkorð svo sem „Hættum að kristna páfann“, „Náum eyrum þeirra sem ekki eru sammála okkur“, „Útbúum lesnar auglýsingar með stuttum staðreyndum“ og: „Vissir þú að fyrir hverja krónu sem ríkið setur í verkefnasjóði listamanna koma þrjár til fimm tilbaka í ríkiskassann?“ Og: „Vissir þú að fyrir hvern listamann sem er í fullri vinnu eru 9 aðrir í afleiddum störfum?“ Á þessum og fleiri atriðum vilja listamenn hamra: „Listalausi dagurinn –„slagorðadagur“ – grín-karneval, fá alla með í liðið!“Í glærusafni listamanna má finna þessa mynd Halldórs Baldurssonar.„Jájá, við erum að reyna að stappa saman fólki í baráttuna. En of mikið að segja að komin sé upp einhver áætlun, heldur er þetta hugaflug eftir baráttufund 12 manna sem tilnefndir voru af aðildarfélögunum,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL. Hún segir að fyrst og fremst verði barist fyrir því að horfið verði frá því að verkefnasjóðir verði lagðir af, eins og í stefnir miðað við fjárlagafrumvarp. „Við erum að reyna að byggja upp skilning á því mikilvægi sem listafólk hefur þegar horft er til atvinnulífs sem heildar og fjölbreyttni í atvinnulífinu.“Ykkur hefur brugðið í brún þegar fjármálafrumvarpið leit dagsins ljós? „Það var nú verið að setja upp einhverjar fyrirsagnir um það að við værum óttaslegin – en í sjálfu sér þá vissum við þetta alveg. Við heyrðum þetta í kosningabaráttunni.“ Kolbrún vísar þar til málflutnings þeirra sem nú sitja í stjórn í aðdraganda kosninga. Hún segir listamenn því hafa verið undir þetta búnir. Fjárlagafrumvarpið er ekki enn komið til annarrar umræðu og listamannafélögin hafa meira og minna ályktað. Kolbrún vonast til að baráttan skili sér því mikið er í húfi. „Og þá reyna ekki að fara niður í þessar skotgrafir sem boðið var uppá af formanni fjárlaganefndar á sínum tíma, þegar talað var um að skera niður öll listamannalaun.“ Til stendur að bóka fundi með þingmönnum og fjárlaganefnd þegar áætlunin liggur fyrir. Kolbrún segir mikilvægt að menn átti sig á því að um er að ræða sjóði, um átta talsins, að þeir verði ekki skornir niður og ekki megi rugla þeim saman við starfslaun listamanna. Þau séu hugsuð til að listamenn eigi fyrir salti í grautinn en starfssjóðirnir skapandi atvinnugreina eru forsenda þess að hrinda megi verkefnum í framkvæmd. Og afleidd störf séu fjölmörg. „Þó svo að listamennirnir fái laun þá hafa þeir aldrei fjármuni fyrir verkefnunum sjálfum. Þeir geta kannski keypt sér salt í grautinn en þeir geta ekki keypt sér spýtur og striga.“ Og svo framvegis. Gróflega er fyrirhugað, samkvæmt fjárlagafrumvarpi, að skera niður 750 milljónir í heild til starfssjóða listamanna, þar af 250 milljónir í minni sjóði og 400 milljónir í kvikmyndasjóð.Meðal þess sem bent er á í minnispunktunum er að listamenn séu vakandi fyrir því að dreifa myndbandi Hugleiks Dagssonar sem víðast. Sjá hér neðar.
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira