"Reyndi í einhverri geðhræringu að spenna beltið þegar rútan valt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:15 Vinirnir saman komnir á Þingvöllum í dag. Frá vinstir; Edmund Lo, Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael Lu. mynd / valli Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi. Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi.
Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira