„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:10 Mark Weller ásamt eiginkonu sinni í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli fyrr í dag. mynd/valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“ Veður Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“
Veður Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Sjá meira