„Þetta slys er bara framhald af okkar ævintýri hér á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 16:52 Anne Burnett og Teo Waters á kaffistofunni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum fyrr í dag. mynd / valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“ Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira