Leðurpilsins eru að koma sterk inn í vetur og þá sérstaklega í hlýrri samsetningu við prjónaða peysu.
Pattra Sriyanonge, tískubloggari á
Trendnet tók saman nokkrar skemmtilegar myndir af þessari tískubólu vetrarins á
bloggi sínu.

Sniðugt er að klæða leðurpilsið niður með flottum strigaskóm.

Berir leggir henta ekki lækkandi hitastigi hér á landi en klæðnaðurinn sómar sér vel með þykkum sokkabuxum.

Alexa Chung er yfirleitt með puttana á púlsinum hvað varðar tískustrauma og stefnur.

Hér má sjá Pöttru í leðurpilsi og kóngablárri ullarpeysu.
Sjá fleiri myndir
hér.