Snæfellingar tóku Kanalausa Grindvíkinga í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2013 19:25 Mynd/Vilhelm Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Snæfellingar lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur 88-80 í fimmtu umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikið var í Stykkishólmi. Gulkæddir gestirnir frá Grindavík byrjuðu leikinn betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Með Sigurð Þorvaldsson í broddi fylkingar sigu þeir fram úr og höfðu þrettán stiga forskot í hálfleik, 42-29. Hálfleiksræða Inga Þórs Steinþórssonar virðist hafa virkað betur en hjá kollega hans Sverri Þór Sverrissyni. Snæfellingar tóku þriðja leikhluta með trompi og náðu um tíma tuttugu stiga forystu. Kanalausir Grindvíkingar gáfust ekki upp en áttu í fullu fangi með heimamenn. Jón Ólafur Jónsson átti frábæran leik í síðari hálfleik áður en hann fór af velli með sína fimmtu villu. Það kom þó ekki að sök því Grindvíkingar komust aldrei nálægt heimamönnum sem lönduðu nokkuð sannfærandi sigri 88-80. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig auk þess að taka 12 fráköst fyrir heimamenn. Jón Ólafur skoraði 17 stig og Vance Cooksey 19 auk þess að taka tíu fráköst og eiga átta stoðsendingar. Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna. Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi. Tölfræði leiksins:Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 23/12 fráköst, Vance Cooksey 19/10 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Jón Ólafur Jónsson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 10/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/4 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 4, Þorbergur Helgi Sæþórsson 2.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.Leik lokið Lokatölur 88-804. leikhluti Staðan er 74-62 Tólf stiga munur þegar þrjár mínútur lifa leiks. Jón Ólafur Jónsson hefur fengið sína fimmtu villu og tekur ekki frekari þátt í leiknum.4. leikhluti Staðan er 69-55 Gestirnir gulklæddu sækja aðeins í sig veðrið. Hnis vegar er útlit fyrir að það sé að verða of seint. Sigurður Þorsteinsson er kominn með fjórar villur en aðrir minna.3. leikhluti Staðan er 63-44 Snæfellingar halda þægilegu forskoti sínu. Grindvíkingar hafa verið í eltingaleik síðan undir lok fyrsta leikhluta. Siggi Þorvalds er kominn í 17 stig og 11 fráköst. Stórleikur hjá framherjanum.3. leikhluti Staðan er 51-35 Þvílík byrjun á hálfleiknum hjá heimamönnum. Hafa skorað níu stig gegn tveimur stigum gestanna. Jón Ólafur Jónsson fer fyrir þeim rauðu sem hafa sextán stiga forskot.Hálfleikur Staðan er 42-33 Snæfellingar hafa farið á kostum og hefur Jón Ólafur Jónsson tekið við sér. 14 stig er sá örvhenti kominn með auk sex stoðsendinga. Siggi Þorsteins hefur tekið við sér hjá gestunum sem þurf að herða sig ef ekki á illa að fara.2. leikhluti Staðan er 34-29 Allt í járnum fyrri hluta annars leikhluta. Stefán Karel Torfason var að troða fyrir heimamenn og er kominn með fjögur stig í röð. Engin teljandi villuvandræði. Stefán Karel og Ómar Sævarsson með tvær villur en aðrir minna.1. leikhluta lokið. Staðan er 22-20 Frábær lokakafli hjá heimamönnum í leikhlutanum. Búnir að snúa vel við blaðinu. Sigurður Þorvaldsson hefur stigið fram hjá þeim rauðklæddu og er kominn með tíu stig. Hann hefur einnig hirt sex fráköst.1. leikhluti Staðan er 13-19 Vance Cooksey hefur skorað fjögur stig fyrir heimamenn. Stigaskorið er mun dreifðara hjá Snæfellingum. Þorleifur er kominn með tíu stig hjá gestunum.1. leikhlutiStaðan er 10-17. Gestirnir úr Grindavík hafa byrjað betur. Jóhann Árni Ólafsson er kominn með sjö stig og Þorleifur Ólafsson sex stig.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira