Úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru 27. nóvember 2013 13:55 Styrkþegar við úthlutunina í dag Hulda Sif Ásmundsdóttir Úthlutunin úr Hönnunarsóði Auroru fór fram í dag þriðjudaginn 26. nóvember í húsnæði Hönnunarsjóðsins að Vonarstræti. Að þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor, fær sérstakan stuðning. HÆG BREYTILEG ÁTT er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar þar sem lögð verður áhersla á að fá fram hugmyndir sem varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, ódýrari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli í krafti hugmyndavettvangs, þar sem samvinna verður í fyrirrúmi. Samstarfaðilar Hönnunarsjóðs Auroru í þessu verkefni eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð. Aðrir veittir styrkir eru eftirfarandi:REYKJAVÍK EINS OG HÚN HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ, bókverk (1 milljón) Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, fá framhaldsstyrk í rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.Verkefnið Í ÞÍNAR HENDUR - þrívíð sköpun og tækni (1.4 milljón)Verkefnið “Í ÞÍNAR HENDUR - þrívið sköpun og tækni” er lifandi þverfagleg vinnustofa listamanna, hönnuðu, tölvunarfræðinga og verkfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til. Það er fyrirtækið StudioBility og Listhátíð í Reykjavík sem eru frumkvöðlar og ábyrgðaraðilar þessa verkefnis en aðrir samstarfsaðilar auk Hönnunarsjóðs Auroru eru Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.Jör by Guðmundur Jörundsson (2 milljónir)Fyrirtækið Jör by Guðmundur Jörundsson fær styrk til vöruþróunar og prótótýpugerðar vegna haust og vetrarlínu fyrirtækisins 2014.Klara Arnaldsdóttir (500 þúsund)Klara Arnaldsdóttir lauk BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Klara fær styrk til til starfsnáms hjá fyrirtækinu karlssonwilker í New York þar sem hún verður undir handleiðslu grafisku hönnuðanna Hjalta Karlssonar og Jan Wilker. http://klaraarnalds.prosite.comGuðrún Harðardóttir (500 þúsund)Guðrún Harðardóttir lauk BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Guðrún fær styrk til starfsnáms hjá Statens Værksteder for Kunst í Kaupmannahöfn. Þetta er 11. úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru en sjóðurinn hóf starfsemi í byrjun árs 2009. HönnunarMars Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Úthlutunin úr Hönnunarsóði Auroru fór fram í dag þriðjudaginn 26. nóvember í húsnæði Hönnunarsjóðsins að Vonarstræti. Að þessu sinni bárust sjóðnum 70 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Sérstök áhersla er lögð á arkitektúr að þessu sinni, þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT sem Hönnunarsjóður Auroru hefur verið með í undirbúningi og kynnt var á viðburði á HönnunarMars í vor, fær sérstakan stuðning. HÆG BREYTILEG ÁTT er verkefni á sviði byggða- og íbúðaþróunar þar sem lögð verður áhersla á að fá fram hugmyndir sem varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, ódýrari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli í krafti hugmyndavettvangs, þar sem samvinna verður í fyrirrúmi. Samstarfaðilar Hönnunarsjóðs Auroru í þessu verkefni eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð. Aðrir veittir styrkir eru eftirfarandi:REYKJAVÍK EINS OG HÚN HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ, bókverk (1 milljón) Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, fá framhaldsstyrk í rannsóknar- og hönnunarverkefni vegna undirbúnings að gerð bókar um sögu hönnunar og staðarvals margra helstu bygginga í Reykjavíkurborg.Verkefnið Í ÞÍNAR HENDUR - þrívíð sköpun og tækni (1.4 milljón)Verkefnið “Í ÞÍNAR HENDUR - þrívið sköpun og tækni” er lifandi þverfagleg vinnustofa listamanna, hönnuðu, tölvunarfræðinga og verkfræðinga þar sem könnuð verður sú bylting í framleiðsluferlinu sem þrívíð prenttækni kann að leiða til. Það er fyrirtækið StudioBility og Listhátíð í Reykjavík sem eru frumkvöðlar og ábyrgðaraðilar þessa verkefnis en aðrir samstarfsaðilar auk Hönnunarsjóðs Auroru eru Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík.Jör by Guðmundur Jörundsson (2 milljónir)Fyrirtækið Jör by Guðmundur Jörundsson fær styrk til vöruþróunar og prótótýpugerðar vegna haust og vetrarlínu fyrirtækisins 2014.Klara Arnaldsdóttir (500 þúsund)Klara Arnaldsdóttir lauk BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Klara fær styrk til til starfsnáms hjá fyrirtækinu karlssonwilker í New York þar sem hún verður undir handleiðslu grafisku hönnuðanna Hjalta Karlssonar og Jan Wilker. http://klaraarnalds.prosite.comGuðrún Harðardóttir (500 þúsund)Guðrún Harðardóttir lauk BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2012. Guðrún fær styrk til starfsnáms hjá Statens Værksteder for Kunst í Kaupmannahöfn. Þetta er 11. úthlutun úr Hönnunarsjóði Auroru en sjóðurinn hóf starfsemi í byrjun árs 2009.
HönnunarMars Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira