Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 19-19 | Jafntefli í háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 15:45 Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Haukar og FH gerðu jafntefli, 19-19, í slagnum um Hafnarfjörð í dag. Leikurinn var spennandi allan tímann og liðin skiptust á forystu í leiknum. Haukar fengu tækifæri að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins en fengu ruðning dæmdan á sig. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Liðin skiptust á að skora og lítið um varnir á löngum köflum. Bæði lið náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í hálfleiknum. Mikið var um sóknamistök hjá báðum liðum og fengu þau hraðaupphlaup upp frá þeim. Markmenn beggja liða höfðu hægt um sig í fyrri hálfleik. Línumaður FH, Berglind Björgvinsdóttir, var drjúg fyrir sitt lið í fyrri hálfleik og skoraði fjögur mörk. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og náðu tveggja marka forystu eftir korters leik. Slæmur kafli hjá Haukum og FH gekk á lagið. FH fékk tækifæri á því að komast þremur mörkum yfir þegar um tíu mínútur voru eftir. FH-stúlkum mistókst það og Haukar skoruðu þrjú mörk í röð og komnar einu marki yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Haukar fengu tækifæri að komast yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. Dómarar leiksins dæmdu ruðning á Hauka og þjálfarateymið var allt annað en sátt með það. Leikurinn endaði því með jafntefli 19-19 og slagurinn um Hafnarfjörð verður því frystur í bili. Fyrir Heimastúlkur var Viktoría Valdimarsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Hjá FH-ingum var það Berglind Ósk Björgvinsdóttir sem skoraði sjö mörk og var Haukavörninni erfið. Halldór: Varnarleikurinn var allt í lagi„Ég er ekki sáttur með þetta. Við hefðum geta unnið leikinn ef við hefðum spilað almennilega hérna á lokakaflanum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ósáttur eftir leikinn. „Ég er ósáttur með öll þau tækifæri sem við klúðrum frá okkur. Við hefðum viljað eitthvað aukalega en fengum það ekki í þessum leik því miður.“ „Við vorum ósátt í lokin og okkur fannst halla verulega á okkur á þeim tímapunkti. Við erum að hitta oft á það í undanförum leikjum, því miður.“ „Ég get þó verið sáttur með að liðið hafi bara fengið á sig nítjan mörk. Þótt að mörg þessara marka vill ég meina að við eigum að geta stoppað. Þannig að mér fannst varnarleikurinn allt í lagi en sóknaleikurinn ekki eins góður,“ sagði Halldór Harri að lokum. Magnús: Dómararnir fóru að dæma í aðra áttina„Ég er nokkuð sáttur með stig úr leiknum. Við erum í smá ástandi núna. Töluvert um meiðsli í liðinu þessa dagana. Þannig að við göngum nokkuð sátt með eitt stig héðan,“ sagði Magnús Sigmundsson, þjálfari FH-inga eftir leikinn. „Á kaflanum þegar við fáum þrjú mörk í röð á okkur og hleypum þeim aftur inn í þetta að þá breyttist dálítið inn á vellinum sem við gátum ekki ráðið við. Ég ætla ekki að segja hvað breyttist en það breyttist eitthvað,“ sagði Magnús og átti líklega við dómgæsluna. „Við héldum okkar hraða og krafti en það breyttist eitthvað eins og sagði áðan. Eftir að Haukarnir fengu gult spjald á bekkinn breyttist allt.“ Þú ert þá væntanlega að tala um dómsgæsluna? nú voru þjálfarar Haukar allt annað en sáttir með dómgæsluna hérna í lokin. Hvað segir þú um það? „Ég veit það nú ekki. Ég held að þau geta nú ekki verið ósátt með dómgæsluna síðasta korterið. Það hallaði verulega á okkur. Eins og ég sagði áðan að þá héldum við okkar striki en dómararnir fóru að dæma í aðra áttina,“ sagði Magnús. „Heilt yfir er ég sáttur. Það er eins með dómara og leikmenn. Þeir geta átt misjafna daga og þeir áttu slæman dag í dag,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira