Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana 5. janúar 2013 08:00 Harpa Fönn Sigurjónsdóttir „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“ Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira