Biskup í góðum samhljómi Einar Karl Haraldsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tíðindi þegar forystukona Samfylkingarinnar í Reykjavík telur sig ekki hafa annað þarfara að gera en að veitast að Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, fyrir hugmynd hennar um að þjóðkirkjan beiti sér fyrir landssöfnun í þágu tækjakaupa til Landspítalans. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið áhrifamanneskja í fjárlaganefnd á þessu kjörtímabili og átt sinn þátt í ákvörðunum um að hlunnfara þjóðkirkjuna árum saman. Skýrsla sem unnin var fyrir innanríkisráðherra sýnir svo ekki verður um villst að þjóðkirkjunni, svo og öðrum trúfélögum í landinu, hefur verið gert að taka á sig miklu meiri skerðingar en stofnanir ráðuneytisins á þrengingartímum. Þessar umframskerðingar teljast í milljörðum króna á kjörtímabilinu.Sjálfstætt trúfélag Þjóðkirkjan er samkvæmt lögum sjálfstætt trúfélag sem nýtur sjálfræðis innan lögmæltra marka. Fjárhagur hennar byggir á samningum við ríkisvaldið vegna afraksturs af kirkjujörðum og samkomulagi um innheimtu sóknargjalda. Sigríður Ingibjörg kýs að viðurkenna ekki þennan grundvöll og kallar kirkjuna í fjölmiðlum ríkisstofnun! Þetta er af sama meiði og barátta fjárlaganefndar á síðustu árum gegn mörkuðum tekjustofnum. Það er hægt að vera þeirrar skoðunar að lögfestir samningar og mörkun tekjustofna til ákveðinna verkefna séu börn síns tíma, og þurfi endurskoðunar við. En það er hins vegar ekki hægt að komast fram hjá því að ákvarðanir þar um eiga sér sína sögu, byggja á samkomulagi og samningum frá liðnum árum, sem lifandi fólk man og skilur, enda þótt nýir þingmenn vilji geta verið frjálsir af sögunni.Ósvífni Það er hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir þekki sögulegan bakgrunn málaflokka sem þeir taka ákvarðanir um þótt hann sé þeim ekki að skapi. Þannig er það ósvífni af Sigríði Ingibjörgu að halda því fram að kirkjan hafi sótt fast á auknar fjárveitingar. Hún hefur á hinn bóginn farið þess auðmjúklega á leit að ríkið skili einhverju af því sem það hefur oftekið af kirkjunni miðað við sanngjarna mælikvarða. Það er líka óþarfi að tala um „meintan" fjárskort þegar fyrir liggja upplýsingar hjá stjórnvöldum um hvernig ofurniðurskurðurinn hefur bitnað á safnaðarstarfi. Og gamalt trikk um að tefla fjárlagaliðum hverjum gegn öðrum ætti að vera fyrir neðan virðingu oddvita í stjórnmálum. Fjandskapur þingmannsins í garð þjóðkirkjunnar er öllum ljós þegar hér er komið sögu. Hann er ekki í samhljómi við afstöðu almennings í landinu eins og vel kom fram í nýlegri atkvæðagreiðslu meðal landsmanna um stjórnarskrárákvæði. Það lýsir líka mikilli vanþekkingu á kirkjustarfi að tala um að „ríkisstofnun" sem „þiggi fé frá ríkinu" eigi helst ekki að liðsinna annarri ríkisstofnun. Þarna talar valdsmaðurinn niður til þúsunda virkra meðlima í söfnuðum landsins, sem svo sannarlega eru vanir því að taka til hendinni í söfnunum. Um það vitnar Hjálparstarf kirkjunnar sem er ein virtasta hjálparstofnun landsins á erlendum sem innlendum vettvangi. Það fer einnig vaxandi að söfnuðir standi við messuliðinn „kollektu" og efni til samskota til góðra málefna í hverri guðþjónustu. Þannig skila samskot í þeim söfnuði sem ég tilheyri nærri þremur milljónum króna til hjálpar- og líknarstarfs árlega.Frjáls framlög Frumkvæði Agnesar biskups er því í góðum samhljómi við það kirkjustarf sem fram fer í landinu. Það kemur fjárhagsmálum kirkjunnar raunar ekkert við því biskup er að hvetja til frjálsra framlaga og beina styrk þjóðkirkjufólks sem virkra einstaklinga um land allt að afmörkuðu og þörfu verkefni. Ástandið í tækjamálum Landspítalans er síður en svo eingöngu á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar en þörfin á úrbótum í þágu landsmanna allra er almennt viðurkennd. Auðvitað ættu þingmenn að fagna þessu frumkvæði. Sérstaklega konur úr þeirra hópi því ekki má gleyma að í hornstein gömlu spítalabyggingarinnar, sem lagður var í júní 1926, er þetta greypt: „Hús þetta – LANDSPÍTALINN – var reistur fyrir fje, sem íslenskar konur höfðu safnað og Alþingi veitti á fjárlögum til þess að: LÍKNA OG LÆKNA." Æ síðan hafa konur verið í fararbroddi þegar um hefur verið að ræða framfarir í heilbrigðismálum og nýja áfanga hjá Landspítalanum. Hingað til hefur ekki verið kvartað yfir slíku liðsinni af hálfu Alþingis. Án þess að ég viti það er ekki ólíklegt að Agnes biskup hafi haft þessa sögu í huga þegar hún sem fyrsta konan á biskupsstóli lætur að sér kveða með lofsverðu framtaki.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun