Afnám verð- tryggingarinnar Eygló Harðardóttir skrifar 8. janúar 2013 06:00 Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er vinsælt umræðuefni á Alþingi, hvort hún eigi að vera eða hvort hún eigi að fara. Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum í gegnum tíðina en það virðist sem svo að þegar nær dregur kosningum verði allt í einu flestir sammála um að verðtrygging sé af hinu vonda. Eins og hendi væri veifað tala allir um að það sé réttast að bjarga heimilum og skuldurum undan þessum vágesti. 550 milljörðum hefur verið bætt við lán heimilanna frá bankahruninu. Tölur sýna að allt að 50% heimila eigi erfitt að ná endum saman. Það er ekki hægt að verja verðtrygginguna lengur, þann lið sem vegur hvað þyngst þegar kemur að skuldavanda heimilanna og er að keyra þau smátt og smátt í þrot. Tillögur og þor Nú þarf að taka af skarið og byrja að hugsa um heimilin og fólkið í landinu og þar hefur Framsókn tillögur og þor. Við höfum komið með lausnir gegn verðtryggingunni og staðið með heimilum landsins. Bætt staða heimilanna er ekki einhvers konar kosningavarningur í okkar huga heldur er það okkar baráttumál. Okkar framtíðarsýn. Nú hefur Framsókn lagt fram í þriðja sinn tillögur á Alþingi til að koma böndum á verðtrygginguna. Það viljum við gera með því að setja 4% þak og þar með halda vexti hennar í skefjum. Þessari tillögu höfum við trú á, þessi leið væri fyrsta skrefið í átt að afnámi verðtryggingarinnar í heild. Fyrr í haust kynntum við annað mál sem lýtur að skuldum heimilanna, tillögu sem gengur út á það að þeir sem geta greitt af lánum sínum fá aukið svigrúm til að borga höfuðstólinn hraðar niður með því að nota skattkerfið. Við viljum koma til móts við heimilin með einhverjum hætti með því að skapa hvata fyrir fólk til að greiða af lánunum. Okkur finnst ekki nóg gert fyrir þann hóp sem stendur samviskusamlega í skilum hver einustu mánaðamót. Með andstöðu núverandi ríkisstjórnar er ljóst að þau mál sem Framsókn hefur lagt fram til aðstoðar millistéttarinnar munu ekki ná í gegn fyrir kosningar. Afnám í áföngum Við hvetjum kjósendur því til að leggjast á árar með okkur í vor. Við viljum afnema verðtrygginguna í áföngum og byrja á því að binda hana við ákveðið þak. Við viljum fara hér í mjög ákveðna og massífa atvinnuuppbyggingu. Það umhverfi sem við erum með í dag og höfum verið í langan tíma er ekki boðlegt. Á þessu verður að vinna og það þarf að gera í nokkrum aðgerðum. Ástandið lagast ekki á einni nóttu heldur þurfa allir að leggjast á eitt til að ná settu takmarki. Lykillinn að góðum árangri er sterk forysta með rétta framtíðarsýn. Framsókn horfir björtum augum til framtíðar. Við höfum lausnirnar og þorið til að koma þeim í framkvæmd.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun