Strákarnir sækja líka í fatahönnunarnámið Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. janúar 2013 15:00 Linda Börg Árnadóttir er ánægð með þá þróun að drengir sækja í auknum mæli í fatahönnun en í fyrsta sinn er jafn kynjahlutfall á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Fréttablaðið/heiða Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur. „Þetta er mjög skemmtileg breyting sem við tökum fagnandi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en í fyrsta sinn er kynjahlutfall nema á fyrsta ári í fatahönnun jafnt. Fimm strákar og fimm stelpur stunda nú nám í fatahönnun á fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á þriðja ári en hingað til hefur skólinn einungis útskrifað þrjá stráka úr fatahönnunardeildinni. Linda Björg segir ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og það geti útskýrt þessa fjölgun stráka í náminu. „Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlingarföndur er sem betur fer að breytast. Fatahönnun er orðin fag sem er tekið alvarlega sem starfsvettvangur að lokinni útskrift. Þetta er ekki lengur bara áhugamál enda höfum við einblínt mjög á faglega þáttinn í náminu sjálfu,“ segir Linda Björg sem sjálf hefur barist mjög fyrir þessum breytingum í fatahönnunarfaginu.Áhrifavaldurinn Velgegni Guðmundar Jörundssonar á sviði fatahönnunar hefur gert námið eftirsóknavert fyrir stráka.Einnig nefnir Linda Björg fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson sem eins konar brautryðjanda fyrir karlkyns fatahönnuði á Íslandi í dag. Hann hefur slegið í gegn með herrafatalínu sinni fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en hann útskrifaðist úr skólanum árið 2011. „Ég kalla þetta gjarna „Guðmundar Jör-s effect“. Með honum hætti fatahönnun á Íslandi að vera fyrir konur og samkynhneigða karlmenn sem gjarna hafa einbeitt sér að kvenfatnaði. Að mínu mati á Guðmundur mikið í því að heilla stráka í námið en flestir þeirra sem stunda námið núna eru að hanna karlmannsfatnað sem er nýbreytni,“ segir Linda Björg og bætir við að búast megi við öldu í hönnun íslensks herrafatnaðar í framtíðinni. „Guðmundur fær líklega verðuga samkeppni á næstu árum.“ Linda Björg er viss um að þessi breyting sé varanleg í skólanum og námið verði nú eftirsótt fyrir bæði kynin. „Okkur finnst þetta stórkostlega skemmtilegt og býður upp á meiri fjölbreytni í þeim hugverkum sem koma frá skólanum í framtíðinni.“ Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í fyrsta sinn eru jafn margir strákar og stelpur á fyrsta ári í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Linda Björg segir að ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og hætt að vera kerlingaföndur. „Þetta er mjög skemmtileg breyting sem við tökum fagnandi,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en í fyrsta sinn er kynjahlutfall nema á fyrsta ári í fatahönnun jafnt. Fimm strákar og fimm stelpur stunda nú nám í fatahönnun á fyrsta ári. Þá eru tveir strákar á þriðja ári en hingað til hefur skólinn einungis útskrifað þrjá stráka úr fatahönnunardeildinni. Linda Björg segir ímynd fatahönnunar hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin ár og það geti útskýrt þessa fjölgun stráka í náminu. „Það hugarfar að fatahönnun sé bara kerlingarföndur er sem betur fer að breytast. Fatahönnun er orðin fag sem er tekið alvarlega sem starfsvettvangur að lokinni útskrift. Þetta er ekki lengur bara áhugamál enda höfum við einblínt mjög á faglega þáttinn í náminu sjálfu,“ segir Linda Björg sem sjálf hefur barist mjög fyrir þessum breytingum í fatahönnunarfaginu.Áhrifavaldurinn Velgegni Guðmundar Jörundssonar á sviði fatahönnunar hefur gert námið eftirsóknavert fyrir stráka.Einnig nefnir Linda Björg fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson sem eins konar brautryðjanda fyrir karlkyns fatahönnuði á Íslandi í dag. Hann hefur slegið í gegn með herrafatalínu sinni fyrir herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en hann útskrifaðist úr skólanum árið 2011. „Ég kalla þetta gjarna „Guðmundar Jör-s effect“. Með honum hætti fatahönnun á Íslandi að vera fyrir konur og samkynhneigða karlmenn sem gjarna hafa einbeitt sér að kvenfatnaði. Að mínu mati á Guðmundur mikið í því að heilla stráka í námið en flestir þeirra sem stunda námið núna eru að hanna karlmannsfatnað sem er nýbreytni,“ segir Linda Björg og bætir við að búast megi við öldu í hönnun íslensks herrafatnaðar í framtíðinni. „Guðmundur fær líklega verðuga samkeppni á næstu árum.“ Linda Björg er viss um að þessi breyting sé varanleg í skólanum og námið verði nú eftirsótt fyrir bæði kynin. „Okkur finnst þetta stórkostlega skemmtilegt og býður upp á meiri fjölbreytni í þeim hugverkum sem koma frá skólanum í framtíðinni.“
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira