
Af nýrri heimsmynd og úreltri hægri vinstri pólitík
Orka er undirstaða lífsins
Ýmsir heimsfrægir vísindamenn hafa talað í svipuðum dúr og Tiller. Albert Szent-Gyorgyi Nóbelshafi 1937, Murray Gell-Mann Nóbelshafi 1969, Harald Burr, prófessor við Yale, sovéski vísindamaðurinn Semyon Kirlian, læknirinn Ben Johnson, líffræðingurinn Bruce Lipton, fleiri og fleiri.
Með E=mc² sagði Einstein að efni væri orka. A fylgir B líkt og dagur fylgir nótt. Kenning Einsteins var spádómur, forspá um það sem kemur. Hann opnaði dyr. Áhrifin eru hægt og hljótt að koma í ljós. Uppgötvun Einsteins árið 1905 um efni og orku hefur leitt vísindin á slóð orkunnar.
Árið 1996 gaf ég út heimspekirit sem Gunnar heitinn Dal þýddi. Lögmálin sjö um velgengni eftir Deepak Chopra sem stendur traustum fótum í nýrri heimsmynd. Gunnar Dal ritaði formála: „Efnið er skapað. Efnið kemur og fer. Tíminn er skapaður og hann líður undir lok. Hann kemur og fer. Rúmið hefur ekki merkingu án tíma og efnis. Allt er þetta skapað.“ Dyrnar sem Einstein opnaði staðfestist í skammtafræðinni, quantum physics. Efni er skapað úr orku, ljóseindum óháðum tíma og rúmi. Þetta eru mikil tíðindi, risavaxin.
Ef orka er grundvöllur lífsins þá hljótum við að leita til upprunans, ekki satt?
Af orkubrautum og minni frumunnar
Árið 1985 uppgötvaði bandaríski sálfræðingurinn Roger Callahan að neikvæðar tilfinningar stífli orkubrautir.
Í september 2004 skýrðu vísindamenn við University of Texas frá því að frumur hafi minni; geymi neikvæða og jákvæða lífsreynslu. Jákvæðar minningar séu undirstaða góðrar heilsu, neikvæðar minningar hafi áhrif á hegðan og leiði til sjúkdóma. „Vísindamenn leita skilnings á því hvernig frumur festa minningar í sessi og jafnvel hvort meðhöndla megi sjúkdóma með því að stilla tíðnisvið,“ sagði staðarblað í Dallas.
Ný heimsmynd, nýr skilningur
Mannkyn stendur í dyragætt og horfir inn í nýjan heim. Heimsmynd okkar er að breytast. Lífsorkan er grundvöllur lífsins. Allt er háð orku. Þessi nýja heimsmynd er hægt og hljótt að ryðja sér braut. „Hinar gömlu forsendur efnishyggjunnar eru fallnar,“ sagði vinur minn Gunnar Dal.
Bandarísk heilbrigðisyfirvöld rekja 90% allra sjúkdóma til streitu, Bruce Lipton segir 95% að lágmarki. Við fæðumst en neikvæð lífsreynsla truflar tíðnisvið og afvegaleiðir. Er krabbamein nokkurs konar „svarthol“ sem smám saman stækkar og stækkar. Ef svarthol eru „þarna úti“ af hverju ekki í mannslíkamanum?
Með nýrri heimsmynd kemur nýr skilningur. Hægri vinstri pólitík gengur úr sér enda reist á úreltri heimsmynd efnishyggju. Misrétti ræðst af neikvæðni sem í bernsku er hlaðið inn á „harða diskinn“. Ef mannkyn á að eiga framtíð verður að rjúfa vítahring. Til þess að komast út úr öngstræti 20. aldar hugsunar verður mannkyn að brjóta af sér hlekki úreltrar efnishyggju. Hægri vinstri pólitík með óskilgreinda miðju hefur ýtt mannkyni fram á brún hengiflugs.
Með lífsorku á fund atómsins
Á síðustu árum hefur mönnum lærst að virkja lífsorkuna með áhrifaríkari hætti en áður. Við förum inn í skammtaveröldina á fund atómsins, leiðréttum tíðni sem kann að hafa raskast; tíðni sem er orsök neikvæðra tilfinninga og sjúkdóma.
Framtíðin er mætt til leiks. Við förum til upphafsins. Hinn stórkostlegi bónus í þessu öllu saman er að lífsorkan er kærleikur, líkt og Kristur boðaði fyrir tvö þúsund árum.
Þetta kann að vera fólki í heimi efnishyggjunnar torskilið og kannski þess vegna sem Fréttablaðið á svo erfitt með að ímynda sér Taggart á Íslandi til þess að rýna á veröld bullu sem er leiksoppur eigin neikvæðra tilfinninga og tekur samfélag og fjölskyldu í gíslingu. Þetta skoða þeir í Skotlandi. Er ekki vert að gera slíkt hið sama á Íslandi?
Meira síðar.
Skoðun

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar