Endurreisn á forsendum jöfnuðar Guðbjartur Hannesson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar