Mjúkar línur frá hinu ítalska Missoni-húsi 28. febrúar 2013 18:00 Haust- og vetrarlína Missoni vakti athygli á tískuvikunni í mílanó. Línan inniheldur víðar og þægilegar flíkur sem minna svolítið á náttfatnað. nordicphotos/getty Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira