Einfaldara og réttlátara almannatryggingakerfi Guðbjartur Hannesson skrifar 7. mars 2013 06:00 Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur verið rætt um brýna nauðsyn þess að endurskoða almannatryggingalöggjöfina í heild. Með margvíslegum breytingum sem á henni hafa verið gerðar í gegnum árin hefur löggjöfin orðið æ flóknari og óaðgengilegri og raunar illskiljanleg flestum. Henni hefur verið líkt við stagbætta flík, enda hafa stjórnvöld ítrekað gefið fögur fyrirheit um að endurskoða hana frá grunni. Má þar minnast áforma frá síðustu aldamótum sem minna varð úr en að var stefnt. Nú er brotið í blað þar sem fram er komið á Alþingi frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun almannatryggingalaga. Róttækar breytingar eru lagðar til á núverandi kerfi sem gera lagaumhverfið einfaldara, skýrara og gegnsærra. Undirbúningur hófst árið 2007 þegar verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga var skipuð. Hún skilaði tillögum sínum í október 2009 og voru í kjölfarið stigin stór skref til úrbóta fyrir lífeyrisþega og einföldunar á löggjöfinni, til dæmis með afnámi makatenginga. Í apríl 2011 var skipaður nýr starfshópur til að ljúka verkinu og semja drög að heildstæðu frumvarpi um málaflokkinn. Þar sátu fulltrúar þingflokkanna, ýmissa hagsmunaaðila auk starfsmanna velferðarráðuneytisins. Í júní 2012 samþykkti hópurinn tillögur um einföldun bótakerfisins og er frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi byggt á þeim.Aðgengileg löggjöf Breytingar samkvæmt nýju frumvarpi eru fjölmargar. Þær stærstu snúa að margvíslegum réttindamálum ellilífeyrisþega sem munu styrkja stöðu þeirra og einfalda kerfið til muna. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót verða sameinaðir. Dregið verður úr tekjutengingum og frítekjumörk verða afnumin. Ekki verður lengur horft til þess hvaðan tekjurnar koma, heldur lækkar lífeyrir nú um 45% af tekjum, hvort sem það eru atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur eða fjármagnstekjur. Nú mega ellilífeyrisþegar sem fá greidda uppbót vegna framfærslu sæta því að uppbótin lækki um krónu á móti krónu fái þeir einhverjar tekjur. Samkvæmt frumvarpinu verður dregið úr þessum áhrifum tekna í áföngum. Hlutfallið lækkar í 80% við gildistöku laganna 1. júlí 2013, verður síðan tug lægra 1. janúar ár hvert til ársins 2016 og lækkar loks í 45% hinn 1. janúar 2017. Í gildandi löggjöf skortir ákvæði um markmið almannatryggingakerfisins, framsetning laganna er óaðgengileg og vart nema á færi sérfræðinga að skilja og skýra réttindi hvers og eins lífeyrisþega. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að gagnvart lífeyrisþegum sé sérstaklega brýnt að ákvæði laga um réttindi þeirra séu skýr og að fyrir hendi séu almennar, aðgengilegar og skýrar reglur um inntak þeirrar aðstoðar sem fólk á rétt á samkvæmt lögunum. Í frumvarpinu er áhersla lögð á að mæta þessum ábendingum. Skýrt er kveðið á um markmið og tilgang laganna, framsetningin er öll bætt og einfölduð, ítarlega er kveðið á um málsmeðferð og stjórnsýslu og áhersla lögð á leiðbeiningar- og upplýsingaskyldu stjórnvalda.Orð skulu standa Mikilvægt er að halda því til haga að lífeyrisþegar eiga rétt á kjarabótum í óbreyttu kerfi sem svarar því að útgjöld ríkisins aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveimur árum. Þetta er vegna samkomulags stjórnvalda og lífeyrissjóða um hækkun frítekjumarks vegna tekna úr lífeyrissjóðum og vegna bráðabirgðaákvæðis frá árinu 2009 sem jók skerðingarhlutfall tekjutryggingar og fellur úr gildi í ársbyrjun 2014. Í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins um frumvarp til almannatryggingalaga er horft fram hjá þessu sem veldur því að ráðuneytið ofmetur aukin útgjöld hins opinbera vegna kerfisbreytingarinnar sem nemur framangreindri fjárhæð. Hvort sem nýtt frumvarp verður að lögum á þessu þingi eða síðar þá eiga orð að standa. Langþráðum áfanga er náð með frumvarpinu sem hér er til umfjöllunar. Ég treysti því að þrotlaus vinna sem liggur að baki verði virt að verðleikum og frumvarpið nái fram að ganga enda snýst það um mikilvæga réttarbót og úrbætur sem eru löngu tímabærar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun