Þetta er fjandi töff bók Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Stefán Máni skrifaði bókina Úlfshjarta hratt og hafði gaman af því. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég fékk hugmynd að sögu, öðruvísi sögu og ævintýralegri en ég hef áður skrifað, og stóðst ekki freistinguna og hjólaði í verkið,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Í næstu viku kemur út hjá Forlaginu bókin Úlfshjarta eftir hann en í henni segir frá þeim Alexander og Védísi sem eru 19 og 17 ára. „Söguhetjurnar eiga það sameiginlegt að vera utangarðs. Alexander er hættur í skóla, hann vinnur á kókbílnum og er dottinn út úr vinahópnum sínum. Hún er líka dálítið öðruvísi, á fáar vinkonur. Í upphafi sögu býður hann henni í bíó, þannig að byrjunin er sakleysisleg en svo fara að gerast mjög óvæntir hlutir. Og ég get eiginlega ekki sagt þér meira,“ segir Stefán Máni, sem að þessu sinni er ekki að skrifa fyrir alveg sama markhóp og vanalega heldur fyrir ungt fólk. „Mig langaði að skrifa bók fyrir lesendahóp sem hefur verið lítið sinnt af íslenskum höfundum.Erlendis hefur hugtakið young adult verið notað um þennan markhóp sem eru kannski lesendur um það bil eldri en 15 ára. Sem dæmi um svona bækur eru Hungurleikarnir, Harry Potter og Twilight-bækurnar sem mér finnst allar mjög góðar.“ Stefán Máni upplýsir að hann hafi sett sig í samband við ungt fólk og látið lesa yfir fyrir sig á meðan á ritunartíma sögunnar stóð. „Ég er í þessari bók að skrifa fyrir yngri lesendahóp en vanalega og fannst því nauðsynlegt að koma mér í samband við góðan hóp unglinga, leyfði þeim að lesa og senda mér athugasemdir. Það var mjög lærdómsríkt og sannfærði mig reyndar líka um að sagan virkaði.“ Spurður hvort bókin sé gerólík hans fyrri verkum segir hann svo ekki vera. „Þetta er alveg bók eftir Stefán Mána þó að ég kannski setji tóninn aðeins niður. Hún er fjandi töff og alls ekki nein uppeldishandbók. Ég lagði upp með að skrifa hratt og hafa gaman af því en vandaði mig auðvitað. Og bókin er vonandi bæði hröð og skemmtileg, ég held að minnsta kosti að vel hafi tekist til,“ segir Stefán að lokum. Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég fékk hugmynd að sögu, öðruvísi sögu og ævintýralegri en ég hef áður skrifað, og stóðst ekki freistinguna og hjólaði í verkið,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Í næstu viku kemur út hjá Forlaginu bókin Úlfshjarta eftir hann en í henni segir frá þeim Alexander og Védísi sem eru 19 og 17 ára. „Söguhetjurnar eiga það sameiginlegt að vera utangarðs. Alexander er hættur í skóla, hann vinnur á kókbílnum og er dottinn út úr vinahópnum sínum. Hún er líka dálítið öðruvísi, á fáar vinkonur. Í upphafi sögu býður hann henni í bíó, þannig að byrjunin er sakleysisleg en svo fara að gerast mjög óvæntir hlutir. Og ég get eiginlega ekki sagt þér meira,“ segir Stefán Máni, sem að þessu sinni er ekki að skrifa fyrir alveg sama markhóp og vanalega heldur fyrir ungt fólk. „Mig langaði að skrifa bók fyrir lesendahóp sem hefur verið lítið sinnt af íslenskum höfundum.Erlendis hefur hugtakið young adult verið notað um þennan markhóp sem eru kannski lesendur um það bil eldri en 15 ára. Sem dæmi um svona bækur eru Hungurleikarnir, Harry Potter og Twilight-bækurnar sem mér finnst allar mjög góðar.“ Stefán Máni upplýsir að hann hafi sett sig í samband við ungt fólk og látið lesa yfir fyrir sig á meðan á ritunartíma sögunnar stóð. „Ég er í þessari bók að skrifa fyrir yngri lesendahóp en vanalega og fannst því nauðsynlegt að koma mér í samband við góðan hóp unglinga, leyfði þeim að lesa og senda mér athugasemdir. Það var mjög lærdómsríkt og sannfærði mig reyndar líka um að sagan virkaði.“ Spurður hvort bókin sé gerólík hans fyrri verkum segir hann svo ekki vera. „Þetta er alveg bók eftir Stefán Mána þó að ég kannski setji tóninn aðeins niður. Hún er fjandi töff og alls ekki nein uppeldishandbók. Ég lagði upp með að skrifa hratt og hafa gaman af því en vandaði mig auðvitað. Og bókin er vonandi bæði hröð og skemmtileg, ég held að minnsta kosti að vel hafi tekist til,“ segir Stefán að lokum.
Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira