Þetta er fjandi töff bók Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Stefán Máni skrifaði bókina Úlfshjarta hratt og hafði gaman af því. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég fékk hugmynd að sögu, öðruvísi sögu og ævintýralegri en ég hef áður skrifað, og stóðst ekki freistinguna og hjólaði í verkið,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Í næstu viku kemur út hjá Forlaginu bókin Úlfshjarta eftir hann en í henni segir frá þeim Alexander og Védísi sem eru 19 og 17 ára. „Söguhetjurnar eiga það sameiginlegt að vera utangarðs. Alexander er hættur í skóla, hann vinnur á kókbílnum og er dottinn út úr vinahópnum sínum. Hún er líka dálítið öðruvísi, á fáar vinkonur. Í upphafi sögu býður hann henni í bíó, þannig að byrjunin er sakleysisleg en svo fara að gerast mjög óvæntir hlutir. Og ég get eiginlega ekki sagt þér meira,“ segir Stefán Máni, sem að þessu sinni er ekki að skrifa fyrir alveg sama markhóp og vanalega heldur fyrir ungt fólk. „Mig langaði að skrifa bók fyrir lesendahóp sem hefur verið lítið sinnt af íslenskum höfundum.Erlendis hefur hugtakið young adult verið notað um þennan markhóp sem eru kannski lesendur um það bil eldri en 15 ára. Sem dæmi um svona bækur eru Hungurleikarnir, Harry Potter og Twilight-bækurnar sem mér finnst allar mjög góðar.“ Stefán Máni upplýsir að hann hafi sett sig í samband við ungt fólk og látið lesa yfir fyrir sig á meðan á ritunartíma sögunnar stóð. „Ég er í þessari bók að skrifa fyrir yngri lesendahóp en vanalega og fannst því nauðsynlegt að koma mér í samband við góðan hóp unglinga, leyfði þeim að lesa og senda mér athugasemdir. Það var mjög lærdómsríkt og sannfærði mig reyndar líka um að sagan virkaði.“ Spurður hvort bókin sé gerólík hans fyrri verkum segir hann svo ekki vera. „Þetta er alveg bók eftir Stefán Mána þó að ég kannski setji tóninn aðeins niður. Hún er fjandi töff og alls ekki nein uppeldishandbók. Ég lagði upp með að skrifa hratt og hafa gaman af því en vandaði mig auðvitað. Og bókin er vonandi bæði hröð og skemmtileg, ég held að minnsta kosti að vel hafi tekist til,“ segir Stefán að lokum. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég fékk hugmynd að sögu, öðruvísi sögu og ævintýralegri en ég hef áður skrifað, og stóðst ekki freistinguna og hjólaði í verkið,“ segir Stefán Máni rithöfundur. Í næstu viku kemur út hjá Forlaginu bókin Úlfshjarta eftir hann en í henni segir frá þeim Alexander og Védísi sem eru 19 og 17 ára. „Söguhetjurnar eiga það sameiginlegt að vera utangarðs. Alexander er hættur í skóla, hann vinnur á kókbílnum og er dottinn út úr vinahópnum sínum. Hún er líka dálítið öðruvísi, á fáar vinkonur. Í upphafi sögu býður hann henni í bíó, þannig að byrjunin er sakleysisleg en svo fara að gerast mjög óvæntir hlutir. Og ég get eiginlega ekki sagt þér meira,“ segir Stefán Máni, sem að þessu sinni er ekki að skrifa fyrir alveg sama markhóp og vanalega heldur fyrir ungt fólk. „Mig langaði að skrifa bók fyrir lesendahóp sem hefur verið lítið sinnt af íslenskum höfundum.Erlendis hefur hugtakið young adult verið notað um þennan markhóp sem eru kannski lesendur um það bil eldri en 15 ára. Sem dæmi um svona bækur eru Hungurleikarnir, Harry Potter og Twilight-bækurnar sem mér finnst allar mjög góðar.“ Stefán Máni upplýsir að hann hafi sett sig í samband við ungt fólk og látið lesa yfir fyrir sig á meðan á ritunartíma sögunnar stóð. „Ég er í þessari bók að skrifa fyrir yngri lesendahóp en vanalega og fannst því nauðsynlegt að koma mér í samband við góðan hóp unglinga, leyfði þeim að lesa og senda mér athugasemdir. Það var mjög lærdómsríkt og sannfærði mig reyndar líka um að sagan virkaði.“ Spurður hvort bókin sé gerólík hans fyrri verkum segir hann svo ekki vera. „Þetta er alveg bók eftir Stefán Mána þó að ég kannski setji tóninn aðeins niður. Hún er fjandi töff og alls ekki nein uppeldishandbók. Ég lagði upp með að skrifa hratt og hafa gaman af því en vandaði mig auðvitað. Og bókin er vonandi bæði hröð og skemmtileg, ég held að minnsta kosti að vel hafi tekist til,“ segir Stefán að lokum.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira