Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm." Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm."
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira