Skref í átt að meira trausti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun