Byggðin sem gleymdist Eyþór Jóvinsson skrifar 10. apríl 2013 07:00 Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun