Eva Joly sagði það Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2013 06:00 Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Mér er minnisstætt hvað Eva Joly sagði þegar hún kom hingað til lands stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á þeim þáttum bankahrunsins sem gætu varðað við lög. Það var á þá leið að þegar liði á yrði margt gert til að torvelda rannsókn mála; gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta, jafnvel þá sem persónur. Það er mikið inngrip í líf manna þegar gjörðir þeirra eru settar undir rannsókn lögreglu, viðskipti þeirra og bankafærslur skoðaðar, símar jafnvel hleraðir og tölvupóstur haldlagður. Einmitt þess vegna hef ég viljað setja strangar reglur um hvenær heimilt er að beita rannsóknaraðferðum sem ganga svo nærri friðhelgi manna. Hef ég þar viljað ganga lengra til verndar friðhelgi einstaklingsins en flestir forverar mínir og meirihluti Alþingi hefur fallist á. En þegar rökstuddur grunur er á stórfelldum brotum sem valdið hafa einstaklingum, hópum eða jafnvel samfélaginu öllu miklum skaða eins og óneitanlega gerðist með sviksamlegum aðgerðum í fjármálakerfi okkar þá geta rannsóknahagsmunir réttlætt inngrip, alltaf þó með skýrri skírskotun til laga og reglna og samkvæmt dómsúrskurði. Rannsóknum lögreglu á framangreindum forsendum hefur nokkuð verið andmælt og hafa slík andmæli farið vaxandi eftir því sem liðið hefur á þetta ár. En ekki virðast þeir sem nú andmæla hafa haft áhyggjur af rannsóknar- og eftirlitstörfum lögreglu í tímans rás, reglum sem áður voru mjög óskýrar og rannsóknir gátu jafnvel beinst að stjórnmálasamtökum eða grasrótarhópum. Og ekki virðast áhyggjurnar heldur beinast að þeim sem grunaðir eru um verslun með fíkniefni svo dæmi séu tekin. Nei, það eru hvítflibbamenn sem áhyggjur beinast einvörðungu að. Og eftir því sem líður á rannsókn hugsanlegra hvítflibbabrota þeim mun háværari verða andmælendur. Gott ef ekki er farið að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis Sérstaks saksóknara og jafnvel persónum sem þar starfa. Kannski þarf þetta ekki að koma neinum á óvart. Ekki þeim sem hlustuðu á Evu Joly á sínum tíma. Því það var nákvæmlega þetta sem hún sagði að myndi gerast.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun