Í aðdraganda Alþingiskosninga Sveinn Aðalsteinsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum. Augljóst er að menn mun ævinlega greina á um leiðir til lausna aðsteðjandi vandamálum. Þar fléttast inn mörg atriði, er skilja einstaklinga að, s.s. uppruni, umhverfismótun, menntun, reynsla og hagsmunir. Staða Valdaflokksins Hvað veldur að áróðursmeistarar Valdaflokksins frá lýðveldisstofnun að hruni gera að höfuðmáli kröfu um skattalækkun, sem nýtast eigi skuldsettum heimilum, sem líflína úr skuldafeninu? Fullyrðing um að Ísland eigi heimsmet í skattaáþján (um eða yfir 60% staðgr.sk.) byggir á hreinum blekkingum. Ef eitthvað er „fugl í skógi“ varðandi ábendingar um leiðir til skuldalækkunar stökkbreyttra lána, hafa sjálfstæðismenn greinilega forskot á alla aðra í tillögugerð! En getur verið að kjósendur, sem telja verður sæmilega upplýsta, falli fyrir staðleysuáróðri, sem auðvelt er að sýna fram á að fái ekki staðist? Hvað veldur að stjórnmálamenn annarra flokka svari ekki slíkum staðleysum? Við höfum verið haldin þeirri firru, nánast heilaþvegin, að á Íslandi sé svo til engin stéttaskipting. Hvað fær okkur til að halda slíku fram? Staðreyndir um annað blasa víða við og ef eitthvað er í vaxandi mæli. Skipting í stjórnmálum Menn staðsetja stjórnmálamenn til vinstri, í miðju og til hægri. Þeir sem taldir eru vinstrimenn aðhyllast frekar félagslegar lausnir til hagsbóta fyrir almenning. Þeir sem hallast til hægri telja að hagkvæmast sé að leita markaðslausna og verja oftar en ekki sérhagsmuni þeirra sem þá hafa. Til sérhagsmunaaflanna telst einungis örlítið brot kjósenda. Hvað veldur að þeim sem aðhyllast félagslegar lausnir gengur svona illa að fylkja kjósendum um þær? Nefna má sem skýringu skort á persónulegu sambandi og þar með upplýsingum og trausti. Ekki er að sjá að þeir miklu möguleikar sem opnast hafa með tilkomu internetsins hafi breytt miklu í að ná á einhvern persónulegan hátt til kjósenda. Einlægnina og mannlega nálgun, sem ekki fæst með orðsendingum gegnum blöð, útvarp og sjónvarp, vantar.Helsu atriði kosningabaráttunnar Fjögur atriði einkenna yfirstandandi kosningabaráttu. Í fyrsta lagi tillögur Framsóknar til lausnar skuldavanda heimilanna, sem fært hefur þeim ótrúlegt forskot á aðra flokka. Í annan stað fjöldi örframboða, sem 90% teljast til vinstri og leggja öll áherslu á nauðasvipuð mál. Í þriðja lagi alger uppgjöf og ráðaleysi beggja stjórnarflokkanna, sem að meirihluta til vilja láta kalla sig til vinstri hvað sem það svo merkir í einstökum atriðum. Algert hugmyndaleysi um hvað eigi að taka við að kosningum afstöðnum. Tankurinn sem sagt tómur og sprungið á öllum! Í fjórða lagi örvænting gamla Valdaflokksins,sem greinilega á við mikil innanmein að stríða og á sér nú það háleita markmið að þokast örlítið yfir Framsókn í fylgi! Það hefði einhvern tíma þótt frétt til næsta bæjar! Gamla ráðaflokksins, sem taldi brautina breiða og beina að stjórnarkötlunum að afloknu hreinsunarstarfi vinstri stjórnarinnar. Stjórnar sem ekki einungis hefur mokað flórinn, eftir viðskilnað hrunflokkanna, heldur „teppaleggur“ nú í blálokin endurkomuleið þeirra, sem við taka með því að stórauka lyfjakostnað þeirra er síst skyldi, þ.e. þeirra sem nauðsynlega verða að nota lyf um ókomin tíma og jafnvel allt sitt líf. Er ekki löngu tímabært að miðjumenn í pólitíska litrófinu stilli saman strengi?
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun