„Hin breiða skírskotun“ Ingvar Gíslason skrifar 1. maí 2013 07:00 Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf neinn að undra þótt maður í minni stöðu með langa ævi að baki hafi fylgst af áhuga og spenningi með kosningadagskrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags. Spenningurinn var reyndar slævður af því að sýnilega mátti ráða af líkum að ríkisstjórnin væri á fallanda fæti, hún átti sér ekki viðreisnar von. Stjórnarflokkarnir voru sundraðir innbyrðis og í milliflokkasamkomulagi. Þess vegna voru endalok ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki öðrum að kenna en þeim sem að henni stóðu. Slíkt ástand er ekki líklegt til kosningasigra. Það er því síst að undra að stjórnarandstöðuflokkar áttu góða von um að fylla það gap sem ríkisstjórnin og fylgislið hennar skildi eftir.Úrslitin skýr Nú er runnin upp sú stund að mynda verður nýja ríkisstjórn. Úrslit kosninganna eru skýr. Hryggjarstykkið í fráfarandi ríkisstjórn, Samfylkingin, er svo brákað og illa á sig komið að dæmalaust er. Jafnvel þeir sem síst hafa kunnað að meta flokk þennan fylltust samúð þegar þeir sátu undir sárri buslubæn nýkjörins formanns, Árna Páls Árnasonar. Þessi flokkur er ekki stjórntækur að svo komnu og þarf langrar hvíldar við sér til heilsubótar. Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir það að tveir helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi unnið mikinn sigur (Framsóknarflokkur raunverulegan sigur, Sjálfstæðisflokkur varnarsigur), þá er það ekki fyrir fram gefið að þeir myndi stjórn þegjandi og hljóðalaust strax á morgun. Þjóðin þarf á öðru að halda en því sem oft er kallað „sterk stjórn“ fyrir það eitt að vera meirihlutastjórn, formlega sterk upp á atkvæðagreiðslur í þinginu. Slíkt getur alið upp þá hugsun að deila og drottna í skjóli atkvæðavalds (dæmin eru nærtæk frá ferli fráfarandi stjórnar).Katrínu mæltist vel Katrínu Jakobsdóttur mæltist vel þegar hún sagði á kosninganóttina: „Næsta stjórn þarf að hafa breiða skírskotun.“ Sigurvegarar kosninganna mættu hugleiða þessi orð. Það mundi hvorki saka æru þeirra né áhrifavald.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun