
Ouagadougou
Sum börnin enduðu hér eftir að hafa drukkið óhreint vatn heima sem olli endurteknum magakveisum og niðurgangi. Hjá öðrum var ekki nóg til að borða á heimilinu. Sum komu í kjölfar þess að hafa fengið malaríu eða aðra sjúkdóma.
Á einum slíkum spítala horfir áhyggjufull amma fast á mig. Ég brosi skakkt á móti, stödd í Búrkína Fasó sem ég hafði grínast með að kalla Fjarskanistan þar sem fæstir vissu hvar það væri. Höfuðborgin héti í ofanálag Ouagadougou, sem ég hafði gert fimm tilraunir til að læra að stafsetja.
En hér er ég nú, stödd á sjúkrahúsi sem heimsforeldrar UNICEF styðja og fyrir framan mig er hlýleg kona að sligast af áhyggjum. Ömmubarnið hennar, lítil stúlka, er skelfilega vannært. Ljóst er að hún á ekki mikið eftir. Sem betur fer eru börnin í kring öll að braggast. Um kvöldið á ég erfitt með að sofna. Hvað verður um þá litlu? Og hvernig á ég að miðla því til fólks heima að það sem gerist hér komi því við? Að þökk sé mánaðarlegu framlagi almennings megi gera hluti sem annars hefði ekki verið hægt að gera, til dæmis hjálpa börnunum á sjúkrahúsinu?
Ouagadougou heimsins eru mörg: Staðir sem vekja upp framandleika og virðast í órafjarlægð en eru oft miklu nær en við höldum. Staðir þar sem bæði glatt og leitt fólk býr; fólk sem þarf að borða og sofa og verður áhyggjufullt þegar börn þess veikjast. Á endanum er þetta ekki flókið: Öll erum við eins inni við beinið og hvert upp á annað komið. Sum okkar eru aflögufær, önnur ekki. Það hlýtur að teljast skynsamlegt að þau sem geta deilt með sér komi öðrum til aðstoðar.
Á hverjum degi eru kraftaverk unnin víða um heim. Baráttan gegn barnadauða hefur sem dæmi skilað ótrúlegum árangri og barnadauði minnkað um þriðjung á sl. 10 árum. Viti menn, litla stúlkan sem var í lífshættu á spítalanum braggaðist á endanum og fékk að fara heim til sín. Meðferð hennar kostaði 12.500 krónur.
Skoðun

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar