Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé 27. maí 2013 07:00 Á meðan afkomendur Sigurðar Hjaltested takast á um eignarhaldið á Vatnsenda heldur Kópavogsbær áfram að gera upp greiðslur til ábúandans í samræmi við samkomulag þar um. „Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira