Jafnræði á Grímunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. júní 2013 10:00 Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar. Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ekkert verk skaraði fram úr á Grímuverðlaununum, sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær. Til marks um jafna skiptingu féllu verðlaunin í flokkum sýningar ársins, leikrits ársins og fyrir leikara og leikonu í aðal- og aukahlutverkum öll sitt hverri sýningunni í hlut. Macbeth dró vagninn með fern verðlaun, þar á meðal sem sýning ársins en einnig fékk það verðlaunin fyrir lýsingu, tónlist og hljóðmynd. Englar alheimsins hlutu þrenn verðlaun; sem leikrit ársins og fyrir búninga og leikmynd. Þetta kemur óneitanlega á óvart. Margir spáðu Englunum meiri velgengni á Grímuverðlaunahátíðinni; verkið hefur fengið lofsamlega dóma og góða aðsókn og fékk flestar Grímutilnefningar, alls níu. Macbeth var aftur á móti umdeildara og særði meðal annars fram ritdeilu milli þeirra Hallgríms Helgasonar rithöfundar og Jóns Viðars Jónssonar, leiklistargagnrýnanda DV, fyrr á árinu. Samstarf Þjóðleikhússins og Andrews við uppsetningu á Shakespeare hefur hins vegar reynst farsælt, en Lér konungur hlaut flest verðlaun á Grímunni 2011, alls sex. Það voru mestmegnis gamalkunn andlit sem stigu á svið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Kristbjörg Kjeld hlaut verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki annað árið í röð fyrir Jónsmessunótt Hávars Sigurjónssonar. Ólafur Darri var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir Mýs og menn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin í þessum flokki en hann hefur tvívegis verið verðlaunaður fyrir leik í aukahlutverki. Brynhildur Guðjónsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Gullregni. Þetta eru fjórðu Grímuverðlaunin sem Brynhildur hlýtur fyrir leik, tvö fyrir aðalhlutverk og tvö fyrir auka. Eini leikarinn til að taka við verðlaunastyttu í fyrsta sinn, var Hilmar Guðjónsson. Ragnar Bragason, sem hlotið hefur einna flest Edduverðlaun, bætti fyrstu Grímunni í safnið í gær en hann var valinn leikstjóri ársins fyrir frumraun sína á leiksviði, Gullregn. Vytautas Narbutas hlaut einnig sín fyrstu Grímuverðlaun fyrir leikmynd í Englum alheimsins. Filippía I. Elísdóttir hlaut verðlaun fyrir búninga í sömu sýningu en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur Grímuverðlaunin. Gunnar Eyjólfsson var heiðraður fyrir framlag sitt til leiklistar. Þá hlaut Kristján Ingimarsson og leikhópur hans, Neander, sprotann fyrir uppfærsluna á verkinu Blam! í samstarfi við Borgarleikhúsið. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins átta verðlaun á móti fimm verðlaunum sem runnu til Borgarleikhússins, fyrir utan samstarfssýningar.
Menning Tengdar fréttir Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12. júní 2013 21:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið