Til atlögu við svefnsófann Pawel Bartoszek skrifar 28. júní 2013 06:00 Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Skatturinn, ASÍ og Samtök atvinnulífsins („Hið opinbera plús“) fóru nýlega í átak til að uppræta svokallaða ólöglega gistingu í heimahúsum. „Gott mál,“ hugsar einhver eflaust. „Það á að taka þetta lið sem brýtur lögin og draga það út um dyragættina á hálskraganum.“ En samt: Þessi lög voru sett í þágu hagsmunaaðila. Eiginlega eru það lögin sem gera fólkið að lögbrjótum, ekki öfugt. Lobbýismi. Það er eina ástæðan fyrir því að það er ólöglegt að hýsa fólk heima hjá sér en ekki er ólöglegt að borga nánast engan vask af gistingu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa unnið heimavinnuna sína en „Samtök fólks sem á svefnsófa“ ekki. Kannski vegna þess að þau síðarnefndu eru ekki til.Unglingaherbergið leigt út Tökum hjón sem búa í eigin húsnæði. Ungmennið tilkynnir þeim að það sé að fara í mánuð til útlanda. „Kannski að við drýgjum aðeins tekjurnar, og leigjum út herbergið?“ hugsa þau. „Auglýsum þetta á airbnb eða eitthvað.“ „En er það ekki ólöglegt?“ spyr annað þeirra. „Gerum þetta þá bara löglega!“ segir hitt. „Það getur nú ekki verið svo mikið mál.“Fjórtán skriffinnskuskref Þau byrja því á að fara í dómshúsið til að sækja forræðisvottorð fyrir íbúðina til að sýna að þau megi ráðstafa henni (Skref 1). Þau sækja síðan um virðisaukaskattsnúmer hjá skattstjóra (Skref 2). Það þarf víst að borga vask af þessu þótt lágur sé. Síðan þurfa þau auðvitað að sækja um búsetuvottorð hjá Þjóðskrá (Skref 3) og svo dugar ekki minna en sakavottorð hjá lögreglustjóra (Skref 4). Ekki viljum við að það séu einhverjir handrukkarar að leigja túristum íbúðir. Svo þarf tollstjórinn að votta að þau séu skuldlaus við ríkissjóð (Skref 5) og auðvitað þarf lífeyrissjóður þeirra að staðfesta sambærilegt skuldleysi (Skref 6). Þá er skjalasöfnun vegna umsóknarinnar næstum lokið en reyndar þarf eitt í viðbót: uppdrátt af íbúðinni á staðfestu afriti frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins (Skref 7). Þá eru öll gögn komin. Sjö skjöl, sjö staðir sem fólkið þarf að fara á. Þessu þurfa hjónin síðan að skila til lögreglu og borga 24.000 þúsund krónur (Skref 8). Næst kemur heilbrigðiseftirlitið í heimsókn og skoðar íbúðina (skref 9). Síðan þarf sveitarfélagið að veita jákvæða umsögn (skref 10). Sömuleiðis slökkviliðið (skref 11), Vinnueftirlitið (skref 12), byggingarfulltrúi (skref 13) og lögregla (skref 14). Aðeins þá, nokkrum mánuðum og tugþúsundum króna síðar, er hægt að leigja út þetta eina herbergi. Og þá er gert ráð fyrir að allt sé í lagi: Að handsápa og pappírskarfa séu í herberginu og allt svoleiðis. Ef hjónin kysu nú að leigja sama herbergi út til þriggja mánaða en ekki til þriggja daga þá er skyndilega ekki lengur þörf á neinu af þessu. Nei, þá dugar bara einfaldur samningur sem fólk sækir á netinu og prentar út. Svo þarf bara að fylla tekjurnar út í réttan reit á skattframtalinu. Heilbrigðiseftirlitið þarf ekki að mæta og enginn spyr slökkviliðið um leyfi. Enda væri það fáranlegt. Þetta er, jú, íbúð. Fólk býr þarna.Flöskuhálsinn Það vita flestir að gistirýmin eru flöskuhálsinn í uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi. Nú er einhver tannréttingaráðstefna í Hörpu. Þangað mæta 5 þúsund gestir. Það eru 8 þúsund „lögleg“ gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Segjum að 4 þúsund ferðamenn til viðbótar vildu nú koma til landsins á þessum tíma. Hvort er betra fyrir þjóðarbúið að þúsund ferðamenn sitji eftir heima eða komi og gisti í svefnsófum og gestaherbergjum fólks? Augljóslega hið síðarnefnda. Þess vegna á að gera fólki þetta auðvelt. Minniháttar leiga á heimagistingu ætti að vera eins og minniháttar prjónaskapur: Engin leyfi. Einn reitur í skattframtalinu. Einhvern veginn finn ég ekki til reiði gagnvart því fólki sem reynir að bjarga sér í kreppu með því að leigja út íbúðir sínar til ferðamanna þrátt fyrir að lögin reyni að banna því það. Ég verð hins vegar reiður þegar slegið er á hendur þessa fólks. Skilaboðin eru: Unglingaherbergið skal standa autt. Þar geta húsráðendur setið, hvílt ennið í lófum sér og beðið eftir „leiðréttingu“.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun