Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason skrifar 5. júlí 2013 09:00 Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna.
Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun