Stóra regnhlífin? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í langtímastjórnmálum snúast verkefnin um að móta helstu grunnþætti samfélagsins, ýmist ýta þeim í átt að miklum jöfnuði og völdum alþýðu manna eða í hina áttina, sem lengst að úrslitaáhrifum fjármagns og markaðar. Um þetta eru stofnaðir flokkar og enn aðrir raða sér á milli pólanna. Í stjórnmálum kjörtímabilsins og daglegum samfélagsrekstri eru málefnin margþættari og nærtækari og fólk uppteknara af þeim en þróuninni til áratuga. Á þessum seinni vettvangi eru flokkarnir jafnan starfsamari en við störf að endurmótun samfélagsins, enda þótt þarna séu alls ekki skörp skil á milli. Þegar nú Margrét S. Björnsdóttir (S) rifjar upp nauðsyn þess að vinstrisinnað fólk sameinist til verka er vert að halda mun á langtíma- og skammtímamarkmiðum í stjórnmálastarfi til haga. Enn fremur verður að rifja upp tilraunir Vilmundar Gylfasonar til að mynda raunverulega samfylkingu vinstri smáflokka og stærri flokka fyrir margt löngu. Í þeim sviptingum tók ég þátt, áður en ég steig út fyrir flokkssviðin snemma á níunda áratugnum. Tilraunin mistókst eins og sagan vitnar um.Sveigjanleg stefna Ólíkum vinstristefnum um grunnþætti samfélagsins er ekki áskapað, eins og einhverju náttúrufyrirbæri á borð við þúsundfætlu, að geta ekki náð saman um vitrænan samfélagsrekstur til fáeinna ára í senn. Áfram geta menn í regnhlífasamtökum margra félagshyggjusamtaka (á borð við bandalagið sem stofna átti á sínum tíma) deilt um margt og þróast á sínum forsendum. En fólkið kemur sér þó meðvitað saman um fáeina grunnþætti samstarfs; skýra langtímaviljayfirlýsingu. Hún snýst t.d. um eindregna beygju samfélagsins til jöfnuðar og frelsis einstaklinga, um mannréttindi, auðlindastefnu, umhverfismál og fleira. Til viðbótar koma menn sér svo saman um sveigjanlega stefnu í helstu úrlausnarefnum dagsins hverju sinni. Í því liggur slagkrafturinn. Það er gert á lýðræðislegan hátt og gengið út frá því að minnihluti sem til verður við vandaða ákvörðun í tilteknu málefni virði vilja meirihlutans hverju sinni. Þannig myndast öflug og starfhæf heild hvað sem skoðanamun líður. Um leið þarf að spyrja almenning um upplýsta afstöðu í veigamiklum málum. Hafi Margrét og fjölmargir aðrir sem harma sundurlyndi á vinstri vængnum hug á að „sameina félagshyggjufólk“ þarf að huga að rammanum og starfsháttunum, fyrst af öllu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar