Pólitísk aðför Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. ágúst 2013 07:00 Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er langt og flókið ferli. Ferli sem hefur staðið árum saman með aðkomu vísindamanna og faghópa þar sem fjölmargir þættir voru skoðaðir og þess var freistað að ná sem bestri yfirsýni áður en svæði yrðu loks flokkuð í vernd, nýtingu og biðflokk til nánari skoðunar. Það hefur verið afar mikilvægt, bæði fyrir verndarsjónarmiðin og nýtingarsjónarmiðin að ná sem mestri sátt um þessi mál. Sérstaklega þó um aðferðina, lagarammann. Þetta tókst á árinu 2011 þegar allir flokkar á þingi samþykktu lög um rammaáætlun, lög um verkfærið, um aðferðina. Faghóparnir skiluðu forgangsröðun til iðnaðarráðherra í samræmi við lögin. Ráðherrann fól síðan formönnum faghópanna að gera tillögu um flokkun virkjanahugmynda þar sem flokkað var í nýtingu, vernd og biðflokk. Norðlingaalda var þá þegar í verndarflokki. Þessi flokkun fór síðan í lögboðið tólf vikna kynningar- og umsagnarferli þar sem yfir 200 umsagnir bárust. Í samráði við umhverfisráðherra var tillagan því næst lögð fyrir þingið þar sem tekið hafði verið tillit til röksemda sem fram komu. Virkjanahugmyndir í Neðri-Þjórsá og langt inni á hálendinu vestan Vatnajökuls voru fluttar úr nýtingarflokki í biðflokk þannig að unnt væri að skoða nánar tiltekna þætti. Iðnaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra, lagði tillöguna loks fyrir þingið sem samþykkti hana óbreytta. Í nefndaráliti meirihlutans eru útlínur lagðar fyrir næstu verkefnisstjórn, varnaðarorð vegna jarðhitanýtingar ítrekuð og fjöldamörg önnur álitamál dregin fram til að hafa í huga við næstu skref. Ný verkefnisstjórn hefur tekið til starfa og hefur tekið biðflokkinn til skoðunar og mun gera tillögu til ráðherra um flokkun þeirra hugmynda sem hann geymir. Allt þetta ferli var samkvæmt lögum, þótt öðru hafi ítrekað verið haldið fram.Verndarflokkurinn Það er hins vegar ekki samkvæmt lögum að taka svæði úr verndarflokki og hefja á því nýja skoðun í þágu nýtingar. Í 6. grein laga um rammaáætlun segir að stjórnvöldum sé: „…ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Þannig eru svæði í verndarflokki komin í skjól ef svo má segja og ekki í samræmi við lögin að kalla svæðið nýju nafni eða pakka því inn í nýjan búning séu stjórnvöld á hverjum tíma ekki sátt við niðurstöðuna. Þetta er lykilatriði.Lög um náttúruvernd Burtséð frá rammaáætlun hafa verið í gildi náttúruverndarlög í landinu um áratugaskeið. Yfir 100 svæði hafa verið friðlýst á grundvelli þeirra þar sem um hefur verið að ræða ótvírætt verndargildi. Þar er um að ræða búsvæði plantna, dýra, sérstakar jarðmyndanir og fleira og fleira, sem stefnt er að að myndi heildstætt net verndarsvæða í samræmi við stefnumörkun Íslands í náttúruvernd og alþjóðlega samninga. Samkvæmt náttúruverndarlögum hafa náttúruverndaráætlanir verið lagðar fyrir þingið með reglubundnum hætti og sú síðasta (2009-2013) var samþykkt 2010. Á þessari nýjustu áætlun er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, sem raunar hefur verið á dagskrá náttúruverndarfólks í rúm 40 ár. Friðlýsingarferlið í þágu stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum var því löngu hafið áður en rammaáætlun lá fyrir. Umhverfisstofnun leitaði samráðs við hagsmunaaðila og sveitarfélög sem vildu bíða niðurstöðu rammaáætlunar til að tryggja að ekki yrðu árekstrar milli þessara sjónarmiða. Þegar niðurstaða rammaáætlunar lá svo fyrir var þráðurinn tekinn upp og öll gögn lágu fyrir til undirritunar í samræmi við fyrri áform þegar skyndilega var kippt í spotta eins og fram hefur komið í fréttum. Þannig er Alþingi tvisvar búið að ákveða að stækka friðlandið í Þjórsárverum og slá áform um Norðlingaölduveitu út af borðinu. Bæði með náttúruverndaráætlun 2009-2013 og rammaáætlun frá í janúar 2013. Viljinn er skýr og þar með umboðið sem ráðherrunum ber að virða. Náttúruverndaráætlun er í gildi og þar eru skilgreind útmörk stækkunar friðlandsins. Rammaáætlun er líka í gildi, þar sem Norðlingaalda er sérstaklega tiltekin í verndarflokki. Þetta eru staðreyndir málsins.Fingraför? Samþykkt rammaáætlunar á síðasta þingi er án efa stærsta einstaka skrefið sem stigið hefur verið í þágu náttúruverndar á Íslandi. Stóriðjuflokkarnir ömuðust við málinu og gerðu það tortryggilegt með því að tala um pólitísk afskipti og inngrip. Þó var farið að lögum í hverju skrefi og tekið tillit til radda almennings í samræmi við Árósarsamninginn og góða stjórnsýslu. Nú boða iðnaðar- og umhverfisráðherra pólitíska aðför að rammaáætlun. Rammaáætlun er ónýt ef áform Ragnheiðar Elínar og Sigurðar Inga ganga eftir. Orðið fingraför dugar ekki til að lýsa því sem þar er á ferð.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun