Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 6. september 2013 06:00 Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri grein fjallaði ég um hlutfallslega háan kostnað við grunnskóla á Íslandi og góðan námsárangur nemenda. Hér á eftir mun ég benda á hvað fleira við berum úr býtum en góðan námsárangur. HBSC-könnunin sýnir að íslenski grunnskólinn er í fremstu röð þegar nemendur eru spurðir hvernig þeim líkar í skólanum (sjá t.d. www.hbsc.is). Sem foreldri finnst mér það ómetanlegt og sem fagmanni er mér það keppikefli. Um þetta atriði hefur enda ríkt samhljómur í samfélaginu; bæði skólafólk, foreldrar og menntayfirvöld hafa líðan nemenda í forgangi. Vonandi særi ég hér engan, því vitaskuld gengur samveran ekki hnökralaust fyrir sig í íslenskum skólum. OECD leggur mikið upp úr jöfnuði í samanburði á gæðum menntakerfa. PISA-niðurstöðurnar segja íslenska grunnskólann í fremstu röð þegar kemur að jöfnum tækifærum til náms og jöfnuði í skólakerfinu almennt. Sem dæmi hefur efnahagsstaða foreldra lítið forspárgildi fyrir námsárangur og búseta nemenda sömuleiðis. Ekki þarf að fara langt til að sjá miklu dapurlegri mynd. Við skerum okkur einnig úr varðandi blöndun nemenda. Víða virðist algengt að nemendum í skyldunámi sé gert að skipta um skóla ef námsárangri eða hegðun er ábótavant, eða ef nemandinn þarf sérstakan stuðning í námi. Á Íslandi í dag þekkjast ekki flutningar af þessu tagi og OECD bendir sértaklega á að minni flutningar ýti undir betri námsárangur. Mjög víða erlendis er jafnöldrum sundrað eftir prófaniðurstöðum snemma á skólagöngunni, þeim dreift í ólíka skóla og ólíka árganga. Hér leggjum við áherslu á félagslega blöndun, blessunarlega. Árangur Íslands er einkar athyglisverður í ljósi þess að íslenski grunnskólinn er ungur skóli. Átta ára dóttir mín fær tvöfalt fleiri kennslustundir en ég fékk á hennar aldri. Eftir skóladaginn tekur við frábær menntun í frístundaheimili og tónlistarskóla. Átta ára fékk ég þrjár kennslustundir í bítið hvern dag og kom heim áður en birti af degi. Þá stóðum við langt að baki nágrannalöndunum tel ég víst. Í skýrslu OECD segir að nemendur sem hafa sótt leikskóla nái betri námsárangri á unglingastigi grunnskóla. Lengri leikskóli kallar einnig á betri námsárangur sem og lágt hlutfall barna á hvern leikskólakennara. OECD segir beint út að auknir fjármunir á leikskólastigi skili betri námsárangri á unglingsárum. Íslenski leikskólinn er talinn frábær í öllum samanburði en við getum enn lengt hann í mörgum sveitarfélögum. En eins og ég sagði hér áður eru sóknarfærin líka mörg, það er margt sem má bæta. Í alþjóðlegum samanburði náum við t.d. ekki góðum árangri með nýjum Íslendingum – nýbúum – sem vonandi er öllum áhyggjuefni. Hvernig menntun viljum við? Varast þarf ofureinfaldanir í allri umræðu um flókin fyrirbæri eins og skólakerfi. Þessar tvær greinar eru einnig einföldun á veruleikanum, því þrátt fyrir að hér sé engu logið er samhengið flókið. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að taka áfram þátt í enn fleiri alþjóðlegum rannsóknum og skoða hlutina í víðu samhengi áður en stórar ákvarðanir eru teknar. Vonandi er sem flestum ljóst að sú fullyrðing að enn megi skera niður án þess að það komi niður á gæðum er afar illa grunduð, jafn illa og að stórfættir geti troðið sér í meðalskó. Mikilvægast af öllu er þó að ræða vel hvernig æsku og hvernig menntun við viljum fyrir börnin okkar. Sú umræða kallar síðan á spurninguna um hvernig árangri við viljum ná. Á þeim grunni getum við síðan vegið og metið árangurinn og hagtölurnar líka. Við eigum eitt albesta grunnskólakerfi í heiminum og ungmennin sem útskrifast eru mjög hæf. Ef við viljum – og erum þolinmóð – mun skólinn enn vaxa og dafna. Gleðilegt nýtt skólaár.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun