

Látið Sýrland vera
Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá.
Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“
Margar hindranir
Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta.
Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads.
Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum.
Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru.
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar