Hlýnunin ótvírætt mannanna verk Svavar Hávarðsson skrifar 28. september 2013 09:00 Veðuröfgar af áður óþekktri stærðargráðu, verða að óbreyttu fylgifiskar veðurfarsbreytinga á næstu áratugum. nordicphotos/gettyimages Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Niðurstaðan er afdráttarlaus og leiðtogar heimsins verða að bregðast tafarlaust við, voru skilaboð Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna (SÞ), í ræðu eftir að Vísindanefnd SÞ um loftslagsbreytingar hafði kynnt niðurstöður sínar í Stokkhólmi í gær. Ki-moon boðar neyðarfund á næsta ári á vegum SÞ. Vísindanefndin telur hafið yfir allan vafa að athafnir manna hafi orsakað hlýnun andrúmsloftsins, og allt tal um annað eigi heima í sögubókum. Í skýrslunni segir, og fjölmargir lýsa sem miklu áhyggjuefni, að þrátt fyrir viðleitni til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þá muni hlýnun jarðar samt verða allt of mikil. Svo mikil að farið verði yfir þann þröskuld sem almennt er talið að muni ryðja af stað meiri háttar veðurbreytingum. Hörmungar verða því fylgjandi, enda hækkar sjávarborð verulega, hitabylgjur verða tíðari, þurr svæði fá enn minna vatn en nú er. Vatn verður hins vegar enn meira vandamál þar sem regn er mikið fyrir. Hröð súrnun hafsins vegna síaukinnar losunar koltvísýrings er enn annað áhyggjuefni.Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.Hækkun hitastigs jarðar hefur ekki aukist jafn hratt síðustu 10-15 ár og vísindamenn gerðu ráð fyrir, en nefndin segir það í engu draga úr alvarleika málsins. Þvert á móti er sagt að heimshöfin hafi dregið í sig mikið af þeirri orku sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa valdið og sú hlýnun mun valda frekari hlýnun síðar. Í yfirlýsingu segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir sem afneiti niðurstöðunum, eða kjósi afsakanir frekar en aðgerðir, séu að leika sér að eldinum. Hann boðar í yfirlýsingunni vilja bandarískra stjórnvalda til að leiða baráttuna við vandann, og segir ljóst hverjar afleiðingarnar verði ef ekkert verður gert: Lífsskilyrði tugmilljóna manna séu í hættu.John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Mynd/AFP Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er staddur í Stokkhólmi. Hann skrifar frá fundinum að í ljósi skýrslunnar beri ríkisstjórn Íslands „umsvifalaust að aflýsa öllum áformum um borun eftir olíu norðan við Ísland. Annað væri fullkomið ábyrgðarleysi.“ Árni bætir því við að það sé eindregin krafa evrópskra umhverfisverndarsamtaka að ríki aðildarríki ESB dragi úr losun um fjörutíu prósent fyrir árið 2020, og að sett verði skýr markmið fyrir nýtingu endurnýjanlegrar orku, orkusparnað og samdrátt í losun fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent