Illugi tekinn á beinið Elín Albertsdóttir skrifar 9. október 2013 18:00 Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu. Stóru málin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt. Í þættinum á mánudag verða skólamálin tekin fyrir. „Gestur minn í fyrsta þætti verður Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem situr fyrir svörum. Ég átti eftir að ljúka umræðunni sem skapaðist með þáttunum Tossarnir sem sýndir voru í fyrravetur en mun gera það nú með Illuga. Einnig kemur Jón Gnarr borgarstjóri inn í umræðuna.“ Lóa er spyrill þáttarins en hún segir allt opið með hversu margir gestir verða í hverjum þætti. „Það fer svolítið eftir umræðunni hverju sinni. Þátturinn er ekki rígnegldur fyrir fram heldur sveigjanlegur. Pistlahöfundar koma fram og segja skoðun sína umbúðalaust en í fyrstu þáttum eru það Hallgrímur Helgason rithöfundur, Brynjar Níelsson alþingismaður og Eva Hauksdóttir bloggari. Þetta verður pólitískur umræðuþáttur þar sem kastljósinu verður beint að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni hverju sinni. Meiningin er að vera með beinskeytta, líflega umræðu um helstu þjóðmálin en fyrst og fremst er þetta umræða um málefni, tillögur, aðgerðir og hugmyndir, fremur en að það sé verið að greina hverjir séu vinir innan flokkanna eða ekki,“ útskýrir Lóa og bætir við að það verði ekki fjallað um fréttir vikunnar, eins og oft er í slíkum þáttum, heldur mál sem efst eru á baugi. Lóa hefur sagt skilið við fréttastofuna og alfarið snúið sér að dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Hún segist vera afar ánægð með þá ákvörðun. „Mér finnst dásamlega skemmtilegt að vinna við þáttagerð,“ segir hún. Í nóvember fer af stað önnur þáttaröð sem nefnist „Eitthvað annað“. Þar verður fjallað um atvinnumál í landinu.
Stóru málin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira