Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag Ingimar Einarsson skrifar 24. október 2013 06:00 Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun