Við getum bætt okkur Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að flestra mati er þörfin á því að bæta kjör kennara brýn. Samanburður innan OECD sýnir fram á að kennarar á Íslandi, eins og því miður flestar aðrar stéttir, eru undir meðaltali í launum. Í ansi mörg ár hef ég talað um að við eigum að finna leiðir til að bæta laun kennara með því að breyta núverandi kerfi varðandi skilgreiningu vinnutíma. Ástæðan er einfaldlega að þegar kerfi eru orðin úr sér gengin gleypa þau fjármagn sem gagnast engum, hvorki rekstraraðila né launafólki. Við eigum að geta hækkað laun kennara án þess að sækja hækkanir í vasa borgarbúa. Fjármagnið verður að koma innan úr kerfinu en einn stærsti útgjaldaliðurinn í rekstri Reykjavíkur eru skólarnir. Hægt er að nýta fjármagnið betur með því að breyta kennsluskyldunni og draga úr skrifræði innan skólanna þannig að kennarar hafi meiri tíma með nemendum og geti kennt meira. Það hefur þau áhrif að hægt er að reka kennsluna með færri kennurum. Þá er fjármagn afgangs sem þýðir að kakan stækkar hjá kennurum og líka hjá borginni og báðir hagnast. Komin er ákveðin reynsla á þetta með tilraunaverkefnum. Erlendis er mikil umræða um slíkar breytingar og stór skref stigin í þá átt í Danmörku, þar sem breytingin byggist reyndar á lagasetningu en ekki samkomulagi. Sú leið að þvinga fólk inn í nýtt kerfi með lagasetningu er að mínu mati mun síðri en að ná um það góðum samningi. Mikið hefur verið fjallað um virkni skólakerfisins og oft gert meira úr brotalömum þess heldur en öllum þeim frábæru verkefnum sem unnin eru innan þess. Alvarlegasta brotalömin snýr að læsi nemenda. Samkvæmt niðurstöðum reglubundinnar lesskimunar hjá borginni getur stórt hlutfall drengja sem lokið hafa grunnskóla ekki lesið sér til gagns. Það er ekki ásættanleg staða og við það verður ekki unað. Ég vil því færa kennurum þær bjargir sem nauðsynlegar eru til að koma skólum borgarinnar á þann stall að læsi nemenda sé ekki vandamál nema í undantekningartilvikum. Þar er þáttur foreldra gríðarlega stór og við þurfum að finna leiðir til að vinna betur saman að því að bæta okkur. Lestur og skrift er eins og allir vita undirstaða alls lærdóms og ég vil vinna að því að færa þessi mál til betri vegar. Um það geta allir Reykvíkingar verið sammála.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun