Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Fréttablaðið/Daníel Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira