Er með sængina í skottinu Símon Birgisson skrifar 6. desember 2013 13:00 Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ferðast um landið og safnar frásögum Íslendinga. Mynd/Tómas „Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“ Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ætli það sem drífur mann áfram sé ekki bara einskær áhugi á samfélaginu og fólki. En þetta er auðvitað smá klikkun,“ segir Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Hann hefur, ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, verkefnisstjóra safnsins, staðið fyrir viðamiklu verkefni sem gengur út á að skrásetja sögur Íslendinga sem fæddir eru í kringum 1930. „Hugmyndin hjá okkur kviknaði þegar við færðum viðtöl Árnastofnunar við tvö þúsund Íslendinga yfir á stafrænt form. Þetta voru viðtöl við Íslendinga fædda um aldamótin 1900. Okkur fannst tími á að tala við næstu kynslóð. Halda verkefninu áfram og bæta í sarpinn,“ segir Bjarki. Áherslan í viðtölunum er á tónlistina, og má kannski segja að Bjarki feti í fótspor Jón Leifs og Bjarna Þorsteinssonar sem skrásettu íslensku þjóðlögin og rímur en „…svo er það auðvitað menningarsagan, saga byggðarinnar og fólksins sjálfs,“ segir Bjarki. Hann hefur nú þegar lagt land undir fót og tekið fjölda viðtala sem sum hver er að finna á Facebook-síðu tónlistarsafnsins.Bjarki og jón hrólfur Það er mikil vinna að ganga frá upptökunum á stafrænt form.Mynd/tómasMiklar breytingar „Maður dáist auðvitað að hinu blómlega menningarlífi sem var hér á landi á árunum 1930-1960 þegar viðmælendur mínir voru ungir. Það voru leikfélög, ungmennafélög, héraðsmót og dansleikir. Fólk þurfti sjálft að búa til sína eigin skemmtun. Og svo auðvitað einangrunin. Það voru margir sem rifjuðu það upp að hafa þurft að búa við mikla einangrun og slæmar samgöngur,“ segir Bjarki. Samfélagið breyttist mikið með flutningi fólks á mölina. Þar sem áður voru líflegir verslunarkjarnar er nú ein bensínstöð. Bjarki segir: „Auðvitað er þetta skrásetning á horfnu samfélagi. En það sem lifir áfram eru kirkjukórarnir og svo kvenfélögin.“Harmóníka og orgel Bjarki segir að aðalhjóðfæri fólks á þessum árum hafi verið harmóníkan. „…og heimilisorgelið, ekki má gleyma því. Tónlistarlífið spratt upp úr þessum hljóðfærum og svo var líflegt kórstarf víðs vegar um land, karlakórar og kvartettar. En eftir fólksfækkunina þarf kannski að smala fólki frá þremur, fjórum sveitarfélögum til að geta haft söng við messu.“ Þetta viðamikla verkefni nýtur styrkja frá Rannís og samfélagssjóði Landsbankans. Bjarki segist þakklátur fyrir þá styrki sem þeir hafa hlotið. Þeir fari vel með aurinn. „Jú, þetta dugar fyrir bensíni og svefnpokaplássi,“ segir Bjarki og hlær. Hann undirbýr nú næstu ferð um uppsveitir Árnessýslu og Rangárvallasýslu. „Ég er með sængina í skottinu og við reynum að nýta hverja krónu. Þetta er heilmikil vinna. Bæði að ferðast og taka viðtölin og svo að vinna úr þeim. Þetta verður allt skráð inn á Ísmús-gagnagrunninn, vandlega flokkað og aðgengilegt öllum.“
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira