Það er erfitt að vera fátækur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun