Ísland mætir Makedóníu í öðrum leik liðanna í milliriðli 1 á Evrópumóti karla í handknattleik í dag. Flautað verður til leiks klukkan 15.
Íslendingar lögðu Austurríkismenn 33-27 á laugardaginn og sitja í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig þegar tveir leikir eru eftir. Makedóníumenn hafa tvö stig í fimmta sæti riðilsins þrátt fyrir 31-25 tap gegn Ungverjum á laugardaginn.
Það kemur í hlut Tékkanna Václav Horáček og Jiří Novotný að sjá til þess að allt fari fram samkvæmt reglunum í Herning í dag. Félagarnir hafa þótt standa sig vel og eru enn á meðal þeirra dómara sem fá að dæma þá leiki sem eftir eru á mótinu.
Leikurinn hefst klukkan 15 og verður í beinni útvarps- og textalýsingu á Bylgjunni og hér á Vísi. Guðjón Guðmundsson nýtir gullbarkann á Bylgjunni og Henry Birgir Gunnarsson verður með púlsinn á lyklaborðinu á Vísi.
Tékkar með flautuna í leiknum gegn Makedóníumönnum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti


Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti


„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn
