Helga María Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri á FIS-móti þegar hún hafnaði í sjötta sæti í bruni á móti í Hafjell í noregi.
Helga María var tæpri sekúndu á eftir sigurvegaranum og fékk fyrir árangurinn 59,98 FIS-stig en um gríðarlega bætingu er um að ræða hjá henni. Áður átti hún best 105,35 stig.
Segir á heimasíðu Skíðasambandsins að Helga María muni stórbæta stöðu sína á heimslistanum með þessum árangri.
Þetta veit á gott fyrir Helgu Maríu sem er að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí þar sem hún mun keppa í stórsvigi, risasvigi og bruni. Leikarnir verða settir í dag en Helga María heldur til Rússlands þann 11. febrúar.
Frábær árangur hjá Helgu Maríu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
