„Gunnar getur unnið þá allra bestu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 14:37 Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov í mars. mynd/samsett „Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“ Íþróttir MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira
„Hann mun án efa verða UFC meistari einn daginn, ég er ekki í nokkrum vafa um það," segir Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, í samtali við The Telegraph. „Það er ljóst að mínu mati að hann getur unnið þá allra bestu í veltivigt . Það er í raun undir honum komið hvenær hann vill ná þeim árangri. Að mínu mati getur hann unnið alla í deildinni á næstu tveimur árum. Hann þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á gólfinu. Það eiga allir eftir að þekkja nafnið Nelson á næstunni.“Snýr aftur í búrið í mars Bardagakappinn Gunnar Nelson snýr aftur í búrið í mars og berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í UFC-keppninni í blönduðum bardagalistum. Bardaginn fer fram í London. Þetta verður þriðji bardagi Gunnars í UFC en hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór síðan í aðgerð stuttu síðar þar sem í ljós kom að hann var með rifinn liðþófa í hné. Omari Akhmedov er enginn nýgræðingur í MMA. Hann hefur keppt í millivigt og unnið tólf bardaga, þar af sex með rothöggi, fjóra með uppgjöf og tvo með dómaraúrskurði. Renzo Gracie, fyrrum MMA bardagakappi og núverandi þjálfari, telur að bardagi Gunnars verði mikill stökkpallur fyrir hann á stóra sviðið í MMA. Renzo Gracie sá fyrst til Gunnars fyrir nokkrum árum og hefur fylgst grannt með honum í gegnum árin. Hann telur að Gunnar verði brátt handhafi UFC beltisins í millivigt. „Ég hitti Gunnar fyrst árið 2008 og fór meðal annars á æfingu með honum og nokkrum öðrum bardagaköppum á Íslandi,“ sagði Gracie í viðtali við The Telegraph. „Mig langaði að kíkja á æfingu á meðan ég dvaldi á Íslandi og þá fyrst sá ég hversu magnaður Gunnar Nelson er. Hann var allt öðruvísi en aðrir strákar sem ég hef séð í þessu sporti. Það skein úr augum hann gríðarleg einbeiting og ákveðni. Stílinn hans var allt öðruvísi en ég hafði séð áður.“ Þegar Renzo Gracie hafði fylgst með Gunnari á nokkrum æfingum bauð hann honum til New York nokkrum mánuðum síðar. „Ég sagði honum að hann væri með ótrúlega hæfileika og vildi endilega fá hann til að æfa hér í New York svo að hann gæti fengið bestu mögulegu þjálfun sem hægt væri að fá.“Gunnar æfði mikið með Renzo Gracie í New York Næstu fjögur ár fór Gunnar reglulega til New York til að æfa undir leiðsögn Renzo Gracie. „Ég sá strax að þarna var framtíðar meistari í UFC. Hann þurfti að fá leiðsögn frá bestu þjálfurum í heiminum og einbeita sér einungis að því að verða betri og betri. Þegar Gunnar fór til New York upplifði hann mikið menningarsjokk eftir að hafa farið frá 300.000 manna landi yfir í borg þar sem 19 milljónir manns búa. „Fólkið gekk ótrúlega hratt um götur borgarinnar, bílarnir keyrðu hraðar en ég var vanur,“ sagði Gunnar í viðtali við miðilinn. „Það var skrítið að sjá byggingar útum allt en ég er vanur að geta horft upp og sjá himininn. Loftið var öðruvísi, maður fann fyrir menguninni og öðru slíku. Það var í raun allt öðruvísi.“ Að sögn Gracie dvaldi Gunnar í New York í sex mánuði árið 2009 og æfði tvisvar til þrisvar á dag. „Á þeim tíma varð hann mjög góður bardagamaður. Það var í raun með ólíkindum hversu snögglega hann náði sér í svarta beltið.“
Íþróttir MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira