Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Jóhannes Stefánsson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 21:55 Umboðsmaður Hjördísar kom fram fyrir nefnd Evrópuþingsins sem tekur við kvörtunum frá borgurum. Stöð 2/AFP Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Umboðsmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og dansks barnsföður hennar var komið á framfæri. Nefndin tekur við umkvörtunum frá Evrópubúum um ýmiss konar málefni, en Hjördís var meðal sex annarra sem leituðu á náðir nefndarinnar með kvartanir vegna forræðisdeilna í Danmörku.Leila Ekensberg, umboðsmaður Hjördísar, lýsti málinu eins og það blasir við Hjördísi. Hún sagði að Hjördís og börnin hefðu flúið til Íslands undan ofbeldi föðurins, Kim Gram Laursen. Hún sagði jafnframt að Hjördís hefði komið til Íslands vegna vilyrðis frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð í málinu. Sú aðstoð hafi ekki verið veitt og sæti hún því í fangelsi, án þess að henni hafi verið birt ákæra.„Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ Fleiri aðilar komu fyrir nefndina og kvörtuðu undan málsmeðferð danskra yfirvalda í sambærilegum málum, en þau eru sökuð um að vera vilhöll í garð danskra ríkisborgara. Í bréfi sem ónefnd móðir ritaði fyrir nefndina segir hún sig og börn sín hafa þurft að „búa eins og gyðingar í seinni heimsstyrjöldinni“ og að hún vonist til þess að einhver komi þeim til hjálpar. Formaður þingnefndarinnar, Erminia Mazzoni, sagði í tilefni kvartana þessara aðila: „Það er eitthvað rotið í Danaveldi." Hún lofaði að nefndin myndi senda dönskum yfirvöldum erindi vegna kvartana þeirra. Heimildir fréttastofu í Horsens herma að Hjördís sitji enn í varðhaldi og hafi ekki fengið að hitta lögmann sinn. Engar útskýringar hafa fengist á varðhaldi hennar sem hefur nú varað í tæpa tvo sólarhringa.Uppfært klukkan 10:30: Ranglega var hermt í fyrri útgáfu fréttar að orð ónefndar danskrar móður um seinni Heimsstyrjöldina væru orð Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45