Báðir fóru afar rólega niður brautina í fyrri ferðinni. Þeir tóku heldur ekki miklar áhættur í seinni ferðinni en þrátt fyrir það urðu Einari Kristni á smávægileg mistök sem urðu til þess að honum tókst ekki að klára.
Brynjar Jökull var staðráðinn í að komast í mark sem og hann gerði en hann endaði í 37. sæti á tímanum 2:04,57 mínútur og var Víkingurinn 22,73 sekúndum á eftir sigurvegaranum Mario Matt.
Brautin var gríðarlega erfið og luku ekki nema 45 skíðamenn keppni. Fjölmargir heltust úr lestinni í fyrri ferðinni og svipað margir í þeirri síðari.
Íslendingar hafa nú lokið þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014.
