Upphitun fyrir UFC 171 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. mars 2014 20:59 Johny Hendricks var nálægt því að sigra meistarann í fyrra. Vísir/Getty Á laugardagskvöldið fer fram eitt mest spennandi bardagakvöld ársins! Bardagarnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 (aðfaranótt sunnudags). Hæst ber að nefna að Johny Hendricks og Robbie Lawler mætast í titilbardaga í veltivigtinni sem er sami þyngdarflokkur og Gunnar Nelson keppir í. Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson birti spá sína fyrir bardagana á vef MMA frétta hér.Johny Hendricks (15-2) gegn Robbie Lawler (22-9) - Titilbardagi í veltivigt (77 kg) Þegar George St. Pierre (GSP hér eftir) ákvað að taka sér pásu frá íþróttinni lét hann UFC veltivigtartitilinn af hendi. GSP hafði ríkt eins og kóngur í ríki sínu í veltivigtinni í sex ár og sigrað hvern andstæðinginn á fætur öðrum. UFC tilkynnti að þeir Johny Hendicks og Robbie Lawler myndu mætast um veltivigtartitilinn. Johny Hendricks barðist síðast gegn þáverandi meistaranum, GSP, í mögnuðum titilbardaga. Hendricks sigraði að margra mati bardagann en dómararnir gáfu GSP sigurinn og var Hendricks afar ósáttur. Hendricks átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut All-American nafnbótina (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu) öll fjögur árin sín þar. Hann er ekki einungis þekktur fyrir að vera frábær glímumaður heldur er hann einnig einn höggþyngsti maðurinn í veltivigtinni. Hann mun seint vera kallaður tæknilega góður boxari en kýlir af slíkum krafti að menn eiga erfitt með að koma sér undan höggunum. Hann hefur sigrað 8 af 15 bardögum sínum eftir rothögg og er með stórhættulega beina vinstri (er örvhentur). Hendricks er gríðarlega stór veltivigtarmaður og talið er að hann sé í kringum 88 kg þegar hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn fyrir. Það eru mikil vísindi á bakvið svona niðurskurð en Hendricks virðist oft vera þreyttur í lok bardaga og það gæti komið honum um koll gegn Lawler.StyrkleikarGóðar fellurGóður að halda toppstöðuMjög höggþungurHefur góða höku (getur tekið við þungum höggum án þess að rotast)VeikleikarÞreytist þegar líður á bardagannTreystir of mikið á kraftinn í vinstri höndinni og er fyrirsjáanlegur Ef einhver hefði sagt fyrir tveimur árum að Robbie Lawler ætti eftir að berjast um veltivigtartitilinn í UFC hefði sá verið talinn óður. Ferill Lawler hefur verið stakkaskiptur svo ekki sé meira sagt. Hann hefur farið úr því að vera einn sá efnilegasti í UFC, yfir í að vera miðlungs bardagamaður í Strikeforce og er nú að fara að berjast um titilinn í UFC! Hann kom fyrst inn í UFC árið 2002 aðeins tvítugur að aldri og þótti gríðarlega efnilegur. Eftir að hann kom inn í UFC með hvelli missti hann sjónar á markmiðum sínum og stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Eftir að hafa farið úr UFC í minni bardagasamtök til að fá meiri pening flakkaði hann milli bardagasamtaka og virtist ætla að verða miðlungs bardagamaður. Hann átti síður en svo góða tíma í Strikeforce þar sem hann sigraði þrjá bardaga og tapaði fimm. Þegar UFC keypti Strikeforce komst Lawler aftur í UFC. Enginn bjóst við að hann ætti eftir að gera það sem hann gerði í UFC. Hann byrjaði á að rota Josh Koscheck í fyrstu lotu og rotaði svo Bobby Voelker nokkrum mánuðum seinna. Næst barðist hann við Rory MacDonald og voru fáir sem áttu von á að Lawler ætti möguleika í MacDonald. Öllum að óvörum sigraði hann MacDonald og tryggði sér þar með titilbardaga í veltivigtinni! Lawler, sem er 31 árs, byrjaði að æfa MMA 16 ára gamall hjá Pat Miletich. Æfingarnar þar voru þekktar fyrir að vera einstaklega harðar og var unglingurinn Lawler þarna að æfa með fullorðnum mönnum. Þetta mótaði hann að vissu leiti en Lawler er þekktur fyrir að vera afar harður af sér.StyrkleikarFrábær "striker"Hefur góða hökuNotar "Butterfly guardið" vel til að standa uppVeikleikarHefur lent í vandræðum gegn góðum glímumönnumVerið atvinnumaður í MMA 13 ár og það gæti farið að segja til sínSpá MMA frétta: Þetta verður hörku bardagi, stál í stál, en Hendricks er betri glímumaður og mun sennilega stjórna bardaganum. Hendricks sigrar eftir tæknilegt rothögg í 4. lotu en það skal engin útiloka Lawler í þessum bardaga.Robbie Lawler sigraði Rory MacDonald í fyrra.Vísir/GettyTyron Woodley (12-2) gegn Carlos Condit (29-7) - Veltivigt (77 kg) Það er mikið undir í þessum bardaga þar sem sigurvegarinn hér mætir sigurvegaranum í bardaga Hendricks og Lawler. Mun Condit fá annað tækifæri á að berjast um titilinn eða fær fyrrum Strikeforce meistarinn fyrsta UFC titilbardaga sinn? Það er margt líkt með Tyrone Woodley og Johny Hendricks. Woodley er frábær glímumaður líkt og Hendricks og hlaut All-American nafnbótina tvisvar á sínum tíma. Eftir að hafa klárað alla sjö áhugamannabardaga sína gerðist hann atvinnumaður í MMA. Þar sigraði hann fyrstu tíu bardaga sína og varð veltivigtarmeistari Strikeforce. Woodley hélt titlinum ekki lengi þar sem Nate Marquardt rotaði hann og hirt titilinn í júlí 2012. Woodley hefur þrisvar barist í UFC. Báðir sigrar hans hafa komið eftir rothögg í fyrstu lotu en eina tapið kom gegn Jake Shields.StyrkleikarHöggþungurGóðar fellurGóður að halda toppstöðuNautsterkurVeikleikarEinhæfur í standandi viðureignSker mikið niður sem hefur áhrif á þolið þegar líður á bardagannÁ það til að hanga í toppstöðu og gera lítið sem gerir bardagann leiðinleganCarlos Condit er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann er frábær sparkboxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Akkilesarhæll hans er felluvörnin en GSP og Johny Hendricks tóku hann samtals 19 sinnum niður í bardögum þeirra. Hann hefur æft hjá einum besta þjálfara í heimi, Greg Jackson, frá því hann var 15 ára gamall en saman gera þeir frábæra leikáætlun fyrir hvern bardaga. Ekki nóg með að vera góður sparkboxari er hann einnig hættulegur í gólfglímunni en hann hefur sigrað 13 bardaga eftir uppgjafartak.StyrkleikarFrábær sparkboxariFjölbreytt vopnabúr (góð hnéspörk, háspörk, lágspörk, olnbogar)Gott þolHættulegur af bakinuGóða fótavinnuVeikleikarLéleg felluvörn,Spá MMA frétta: Woodley nýtir sér stærsta veikleika Condit og tekur hann sífellt niður. Woodley sigrar eftir dómaraákvörðun.Diego Sanchez (24-6) gegn Myles Jury (13-0) - Léttvigt (70 kg) Diego Sanchez er klikkaður! Hans verður alltaf minnst sem einn furðulegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann sýndi einkennilega hegðun sem keppandi í fyrstu seríu The Ultimate Fighter (TUF) og virkar einkennilegur fýr í viðtölum. Það breytir því ekki að drengurinn kann að berjast og hefur átt marga frábæra bardaga í gegnum tíðina. Hæst ber að nefna bardaga hans gegn Gilbert Melendez (að margra mati besti bardaga síðasta árs) og gegn Clay Guida (einn besti bardagi ársins 2009).StyrkleikarÓtrúlegt hjarta og gefst aldrei uppGóða hökuSetur mikla pressu á andstæðinginnVeikleikarLéleg vörn gerir andstæðingum hans auðvelt fyrir að hitta hannReynir margar fellur en er með aðeins 22% heppnaðra fellnaMyles Jury er talsvert minna þekktur en Diego Sanchez og verður þetta stærsti bardaginn á ferlinum fyrir hann. Hann keppti í 15. seríu TUF en komst ekki langt þar. Hann er enn ósigraður og hefur bardagi með honum aðeins tvisvar farið til dómarana. Jury hefur sigrað tíu bardaga í fyrstu lotu og verður gaman að sjá hvernig honum tekst til gegn Sanchez sem hefur aðeins einu sinni verið sigraður eftir rothögg eða uppgjafartak.StyrkleikarHættuleg hægri höndÁgætis gagnárásir,VeikleikarVar of varkár gegn Ricci og má ekki lenda í því sama gegn SanchezSpá MMA frétta: Þetta verða óvæntustu úrslit kvöldsins. Diego Sanches vanmetur Jury sem sigrar eftir dómaraákvörðun.Lombard gæti mætt Gunnari Nelson í framtíðinni.Vísir/GettyHector Lombard (33-4-1) gegn Jake Shields (29-6-1) - veltivigt (77 kg)Hector Lombard er enn einn höggþungi veltivigtarkappinn á þessu kvöldi. Lombard er ekki bara höggþungur en hann var einnig heimsklassa júdómaður og keppti á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hector Lombard var lengi vel Bellator meistarinn í millivigt. Þar rotaði hann nánast alla andstæðinga sína og var búist við miklu af honum þegar hann samdi við UFC. Hann hafði ekki tapað í 25 bardögum í röð þegar hann tapaði óvænt gegn Tim Boetsch í júlí 2012. Eftir misjafnt gengi í millivigt færði hann sig niður í veltivigt og hefur barist þar einu sinni. Lombard, 36 ára, er ólmur að sýna að hann hafi ekki bara verið stór fiskur í lítill tjörn þegar hann barðist í Bellator og ætlar að setja sitt mark á veltivigtina.StyrkleikarGríðarlega höggþungurGóðan júdóbakgrunnGóð felluvörn og gott jafnvægiVeikleikarEinhæfur og eltir of mikið með krókunum sínumLélegar leikáætlanirÞreytist fljótt ef hann nær ekki rothögginu snemmaJake Shields og Demian Maia eru sennilega einu bardagamennirnir í UFC sem gætu sigrað Gunnar Nelson í gólfglímu. Shields er frábær glímumaður og hefur nýtt sér það á glæstum ferli sínum. Shields hlaut brons á ADCC 2005 (sterkasta uppgjafarglímumót heims) og var meistari í Strikeforce og EliteXC. Þrátt fyrir að hafa keppt og æft MMA í 15 ár virðist hann ekki kunna að kýla. Hann er einn lélegasti sparkboxarinn í UFC en bætir það upp með því að vera einn besti glímumaðurinn í UFC.StyrkleikarGóðar fellurStjórnar andstæðingnum vel í gólfinuGóð hakaSkynsamurVeikleikarHræðilegt sparkboxSpá MMA frétta: Jake Shields notar kæfandi glímustíl sinn til að sigra Lombard eftir dómaraákvörðun.Ovince St. Preux (14-5) gegn Nikita Krylov (16-3) - léttþungavigt (93 kg) Fyrir nokkrum vikum síðan var Krylov keppandi í þungavigt og Ovince St. Preux að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Thiago Silva. Eftir að Silva var rekinn úr UFC steig Krylov upp en hann ákvað að létta sig niður í léttþungavigt úr þungavigtinni. Ovince St. Preux (hér eftir OSP) er fínn bardagamaður og góður alls staðar. Hann skarar þó hvergi fram úr og eru bardagar hans flestir auðgleymanlegir. Hann er með þung spörk frá "southpaw" fótastöðunni sinni og blandar því ágætlega með góðum beinum höggum.StyrkleikarGóður alls staðarBlandar öllu saman í vel tímasettar fellurVeikleikarReynir stundum of mikiðVeikleikar í vörninniNikita Krylov átti hræðilegan fyrsta bardaga í UFC þegar hann mætti Soa Palalei í þungavigtinni. Báðir bardagamenn virtust einfaldlega búnir á því eftir tvær mínútur. Krylov átti öllu skárri frammistöðu gegn Walt Harris fyrr á árinu þegar hann rotaði hann með haussparki eftir 25 sekúndur. Hann er þó aðeins 22 ára og gæti bætt sig mikið á komandi árum.StyrkleikarGóð spörk frá karate bakgrunninumÁgætur glímumaður (10 sigrar eftir uppgjafartak)VeikleikarVar með hrikalega lélegt úthald í bardaganum gegn PalaleiHefur mætt mjög veikum andstæðingum (andstæðingar hans eru bara með um 20% sigurhlutfall)Spá MMA frétta: OSP sýnir að hann er mun betri bardagamaður og sigrar eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Á laugardagskvöldið fer fram eitt mest spennandi bardagakvöld ársins! Bardagarnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2 (aðfaranótt sunnudags). Hæst ber að nefna að Johny Hendricks og Robbie Lawler mætast í titilbardaga í veltivigtinni sem er sami þyngdarflokkur og Gunnar Nelson keppir í. Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson birti spá sína fyrir bardagana á vef MMA frétta hér.Johny Hendricks (15-2) gegn Robbie Lawler (22-9) - Titilbardagi í veltivigt (77 kg) Þegar George St. Pierre (GSP hér eftir) ákvað að taka sér pásu frá íþróttinni lét hann UFC veltivigtartitilinn af hendi. GSP hafði ríkt eins og kóngur í ríki sínu í veltivigtinni í sex ár og sigrað hvern andstæðinginn á fætur öðrum. UFC tilkynnti að þeir Johny Hendicks og Robbie Lawler myndu mætast um veltivigtartitilinn. Johny Hendricks barðist síðast gegn þáverandi meistaranum, GSP, í mögnuðum titilbardaga. Hendricks sigraði að margra mati bardagann en dómararnir gáfu GSP sigurinn og var Hendricks afar ósáttur. Hendricks átti frábæran feril í bandarísku háskólaglímunni og hlaut All-American nafnbótina (á topp 8 í sínum þyngdarflokki á landsvísu) öll fjögur árin sín þar. Hann er ekki einungis þekktur fyrir að vera frábær glímumaður heldur er hann einnig einn höggþyngsti maðurinn í veltivigtinni. Hann mun seint vera kallaður tæknilega góður boxari en kýlir af slíkum krafti að menn eiga erfitt með að koma sér undan höggunum. Hann hefur sigrað 8 af 15 bardögum sínum eftir rothögg og er með stórhættulega beina vinstri (er örvhentur). Hendricks er gríðarlega stór veltivigtarmaður og talið er að hann sé í kringum 88 kg þegar hann berst eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn fyrir. Það eru mikil vísindi á bakvið svona niðurskurð en Hendricks virðist oft vera þreyttur í lok bardaga og það gæti komið honum um koll gegn Lawler.StyrkleikarGóðar fellurGóður að halda toppstöðuMjög höggþungurHefur góða höku (getur tekið við þungum höggum án þess að rotast)VeikleikarÞreytist þegar líður á bardagannTreystir of mikið á kraftinn í vinstri höndinni og er fyrirsjáanlegur Ef einhver hefði sagt fyrir tveimur árum að Robbie Lawler ætti eftir að berjast um veltivigtartitilinn í UFC hefði sá verið talinn óður. Ferill Lawler hefur verið stakkaskiptur svo ekki sé meira sagt. Hann hefur farið úr því að vera einn sá efnilegasti í UFC, yfir í að vera miðlungs bardagamaður í Strikeforce og er nú að fara að berjast um titilinn í UFC! Hann kom fyrst inn í UFC árið 2002 aðeins tvítugur að aldri og þótti gríðarlega efnilegur. Eftir að hann kom inn í UFC með hvelli missti hann sjónar á markmiðum sínum og stóð ekki undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Eftir að hafa farið úr UFC í minni bardagasamtök til að fá meiri pening flakkaði hann milli bardagasamtaka og virtist ætla að verða miðlungs bardagamaður. Hann átti síður en svo góða tíma í Strikeforce þar sem hann sigraði þrjá bardaga og tapaði fimm. Þegar UFC keypti Strikeforce komst Lawler aftur í UFC. Enginn bjóst við að hann ætti eftir að gera það sem hann gerði í UFC. Hann byrjaði á að rota Josh Koscheck í fyrstu lotu og rotaði svo Bobby Voelker nokkrum mánuðum seinna. Næst barðist hann við Rory MacDonald og voru fáir sem áttu von á að Lawler ætti möguleika í MacDonald. Öllum að óvörum sigraði hann MacDonald og tryggði sér þar með titilbardaga í veltivigtinni! Lawler, sem er 31 árs, byrjaði að æfa MMA 16 ára gamall hjá Pat Miletich. Æfingarnar þar voru þekktar fyrir að vera einstaklega harðar og var unglingurinn Lawler þarna að æfa með fullorðnum mönnum. Þetta mótaði hann að vissu leiti en Lawler er þekktur fyrir að vera afar harður af sér.StyrkleikarFrábær "striker"Hefur góða hökuNotar "Butterfly guardið" vel til að standa uppVeikleikarHefur lent í vandræðum gegn góðum glímumönnumVerið atvinnumaður í MMA 13 ár og það gæti farið að segja til sínSpá MMA frétta: Þetta verður hörku bardagi, stál í stál, en Hendricks er betri glímumaður og mun sennilega stjórna bardaganum. Hendricks sigrar eftir tæknilegt rothögg í 4. lotu en það skal engin útiloka Lawler í þessum bardaga.Robbie Lawler sigraði Rory MacDonald í fyrra.Vísir/GettyTyron Woodley (12-2) gegn Carlos Condit (29-7) - Veltivigt (77 kg) Það er mikið undir í þessum bardaga þar sem sigurvegarinn hér mætir sigurvegaranum í bardaga Hendricks og Lawler. Mun Condit fá annað tækifæri á að berjast um titilinn eða fær fyrrum Strikeforce meistarinn fyrsta UFC titilbardaga sinn? Það er margt líkt með Tyrone Woodley og Johny Hendricks. Woodley er frábær glímumaður líkt og Hendricks og hlaut All-American nafnbótina tvisvar á sínum tíma. Eftir að hafa klárað alla sjö áhugamannabardaga sína gerðist hann atvinnumaður í MMA. Þar sigraði hann fyrstu tíu bardaga sína og varð veltivigtarmeistari Strikeforce. Woodley hélt titlinum ekki lengi þar sem Nate Marquardt rotaði hann og hirt titilinn í júlí 2012. Woodley hefur þrisvar barist í UFC. Báðir sigrar hans hafa komið eftir rothögg í fyrstu lotu en eina tapið kom gegn Jake Shields.StyrkleikarHöggþungurGóðar fellurGóður að halda toppstöðuNautsterkurVeikleikarEinhæfur í standandi viðureignSker mikið niður sem hefur áhrif á þolið þegar líður á bardagannÁ það til að hanga í toppstöðu og gera lítið sem gerir bardagann leiðinleganCarlos Condit er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann er frábær sparkboxari og hefur sigrað 14 bardaga eftir rothögg. Akkilesarhæll hans er felluvörnin en GSP og Johny Hendricks tóku hann samtals 19 sinnum niður í bardögum þeirra. Hann hefur æft hjá einum besta þjálfara í heimi, Greg Jackson, frá því hann var 15 ára gamall en saman gera þeir frábæra leikáætlun fyrir hvern bardaga. Ekki nóg með að vera góður sparkboxari er hann einnig hættulegur í gólfglímunni en hann hefur sigrað 13 bardaga eftir uppgjafartak.StyrkleikarFrábær sparkboxariFjölbreytt vopnabúr (góð hnéspörk, háspörk, lágspörk, olnbogar)Gott þolHættulegur af bakinuGóða fótavinnuVeikleikarLéleg felluvörn,Spá MMA frétta: Woodley nýtir sér stærsta veikleika Condit og tekur hann sífellt niður. Woodley sigrar eftir dómaraákvörðun.Diego Sanchez (24-6) gegn Myles Jury (13-0) - Léttvigt (70 kg) Diego Sanchez er klikkaður! Hans verður alltaf minnst sem einn furðulegasti bardagamaðurinn í UFC. Hann sýndi einkennilega hegðun sem keppandi í fyrstu seríu The Ultimate Fighter (TUF) og virkar einkennilegur fýr í viðtölum. Það breytir því ekki að drengurinn kann að berjast og hefur átt marga frábæra bardaga í gegnum tíðina. Hæst ber að nefna bardaga hans gegn Gilbert Melendez (að margra mati besti bardaga síðasta árs) og gegn Clay Guida (einn besti bardagi ársins 2009).StyrkleikarÓtrúlegt hjarta og gefst aldrei uppGóða hökuSetur mikla pressu á andstæðinginnVeikleikarLéleg vörn gerir andstæðingum hans auðvelt fyrir að hitta hannReynir margar fellur en er með aðeins 22% heppnaðra fellnaMyles Jury er talsvert minna þekktur en Diego Sanchez og verður þetta stærsti bardaginn á ferlinum fyrir hann. Hann keppti í 15. seríu TUF en komst ekki langt þar. Hann er enn ósigraður og hefur bardagi með honum aðeins tvisvar farið til dómarana. Jury hefur sigrað tíu bardaga í fyrstu lotu og verður gaman að sjá hvernig honum tekst til gegn Sanchez sem hefur aðeins einu sinni verið sigraður eftir rothögg eða uppgjafartak.StyrkleikarHættuleg hægri höndÁgætis gagnárásir,VeikleikarVar of varkár gegn Ricci og má ekki lenda í því sama gegn SanchezSpá MMA frétta: Þetta verða óvæntustu úrslit kvöldsins. Diego Sanches vanmetur Jury sem sigrar eftir dómaraákvörðun.Lombard gæti mætt Gunnari Nelson í framtíðinni.Vísir/GettyHector Lombard (33-4-1) gegn Jake Shields (29-6-1) - veltivigt (77 kg)Hector Lombard er enn einn höggþungi veltivigtarkappinn á þessu kvöldi. Lombard er ekki bara höggþungur en hann var einnig heimsklassa júdómaður og keppti á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hector Lombard var lengi vel Bellator meistarinn í millivigt. Þar rotaði hann nánast alla andstæðinga sína og var búist við miklu af honum þegar hann samdi við UFC. Hann hafði ekki tapað í 25 bardögum í röð þegar hann tapaði óvænt gegn Tim Boetsch í júlí 2012. Eftir misjafnt gengi í millivigt færði hann sig niður í veltivigt og hefur barist þar einu sinni. Lombard, 36 ára, er ólmur að sýna að hann hafi ekki bara verið stór fiskur í lítill tjörn þegar hann barðist í Bellator og ætlar að setja sitt mark á veltivigtina.StyrkleikarGríðarlega höggþungurGóðan júdóbakgrunnGóð felluvörn og gott jafnvægiVeikleikarEinhæfur og eltir of mikið með krókunum sínumLélegar leikáætlanirÞreytist fljótt ef hann nær ekki rothögginu snemmaJake Shields og Demian Maia eru sennilega einu bardagamennirnir í UFC sem gætu sigrað Gunnar Nelson í gólfglímu. Shields er frábær glímumaður og hefur nýtt sér það á glæstum ferli sínum. Shields hlaut brons á ADCC 2005 (sterkasta uppgjafarglímumót heims) og var meistari í Strikeforce og EliteXC. Þrátt fyrir að hafa keppt og æft MMA í 15 ár virðist hann ekki kunna að kýla. Hann er einn lélegasti sparkboxarinn í UFC en bætir það upp með því að vera einn besti glímumaðurinn í UFC.StyrkleikarGóðar fellurStjórnar andstæðingnum vel í gólfinuGóð hakaSkynsamurVeikleikarHræðilegt sparkboxSpá MMA frétta: Jake Shields notar kæfandi glímustíl sinn til að sigra Lombard eftir dómaraákvörðun.Ovince St. Preux (14-5) gegn Nikita Krylov (16-3) - léttþungavigt (93 kg) Fyrir nokkrum vikum síðan var Krylov keppandi í þungavigt og Ovince St. Preux að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Thiago Silva. Eftir að Silva var rekinn úr UFC steig Krylov upp en hann ákvað að létta sig niður í léttþungavigt úr þungavigtinni. Ovince St. Preux (hér eftir OSP) er fínn bardagamaður og góður alls staðar. Hann skarar þó hvergi fram úr og eru bardagar hans flestir auðgleymanlegir. Hann er með þung spörk frá "southpaw" fótastöðunni sinni og blandar því ágætlega með góðum beinum höggum.StyrkleikarGóður alls staðarBlandar öllu saman í vel tímasettar fellurVeikleikarReynir stundum of mikiðVeikleikar í vörninniNikita Krylov átti hræðilegan fyrsta bardaga í UFC þegar hann mætti Soa Palalei í þungavigtinni. Báðir bardagamenn virtust einfaldlega búnir á því eftir tvær mínútur. Krylov átti öllu skárri frammistöðu gegn Walt Harris fyrr á árinu þegar hann rotaði hann með haussparki eftir 25 sekúndur. Hann er þó aðeins 22 ára og gæti bætt sig mikið á komandi árum.StyrkleikarGóð spörk frá karate bakgrunninumÁgætur glímumaður (10 sigrar eftir uppgjafartak)VeikleikarVar með hrikalega lélegt úthald í bardaganum gegn PalaleiHefur mætt mjög veikum andstæðingum (andstæðingar hans eru bara með um 20% sigurhlutfall)Spá MMA frétta: OSP sýnir að hann er mun betri bardagamaður og sigrar eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira