Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 10. mars 2014 22:07 "Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. Vísir/Getty Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna. MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi sagst ætla að hætta að styrkja Barnaheill eftir viðtal við starfsmann samtakanna fyrr í dag er snerti bardagakappann Gunnar Nelson. Þetta kemur fram í máli framkvæmdastjórans, Ernu Reynisdóttur, við Vísi í kvöld. Gunnar vann sigur á Rússanum Omari Ahkmedov í UFC-bardaga í London á laugardagskvöld. Miklar umræður sköpuðust í kjölfarið á samfélagsmiðlum um UFC, hvort um íþrótt væri að ræða eða hreinlega ofbeldi. Sýnist sitt hverjum. Í samtali Margrétar Júlíu Rafnsdóttur hjá Barnaheillum við Vísi fyrr í dag sagðist hún líta svo á að um ofbeldi væri að ræða. Ofbeldismyndir væru bannaðar börnum þannig að hið sama ætti að gilda um bardaga sem þessa. „Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi,“ sagði Margrét. Erna segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrrnefnt viðtal við starfsmann Barnaheilla, að verið sé að ráðast á Gunnar sem persónu. „Fyrirsögn fréttarinnar er ekki komin frá samtökunum, eða starfsmanni þeirra. Orðfærið „stórhættuleg fyrirmynd” var liður í spurningu fréttamannsins og slegið upp eins og það kæmi frá samtökunum. Starfsmaður samtakanna vildi fyrst og fremst leggja áherslu á að bardagar væru ekki til eftirbreytni fyrir börn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Erna segir það skrítið ef samtökin gæfu frá sér þá yfirlýsingu að það væri í lagi að börn horfðu á ofbeldi og það væri þeim óskaðlegt. Hún minnir á að börn eigi bæði rétt á vernd gegn ofbeldi og því að horfa á ofbeldi. Það megi svo ræða það hvað sé ofbeldi og hvað ekki. Það sem skipti máli sé það sem börnin sjái út úr þessu. Það sé það sem samtökin einblíni á. Þó sum börn eigi foreldra, sem geti útskýrt fyrir þeim hvað sé að gerast þegar þau sjá slíkar bardagaíþróttir, búi ekki öll börn svo vel. „Við viljum vekja athygli á því að líkamlegt ofbeldi í sjónvarpi getur haft slæm áhrif á börn,” segir Erna. „Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur meðal annars áhyggjur af tvíþættum áhrifum ofbeldisfulls efnis í sjónmiðlum. Í fyrsta lagi kunni börn að gerast ónæm fyrir alvarleika ofbeldis og í öðru lagi kunni þau að leika eftir einstaka ofbeldishegðun.“Barnaheill starfa með mannréttindi barna að leiðarljósi Barnaheill harma viðbrögðin við fréttinni. Samtökin eru frjáls félagasamtök sem reiði sig á framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum. Öll neikvæð umræða um samtökin komi sér því illa. „Það er þarft að vekja upp þessa umræðu en það sé ekki gott þegar hún snýst upp í neikvæða umræðu um Barnaheill frekar en málefnið sjálft. Samtökin vinna ötult starf með mannréttindi barna að leiðarljósi,“ segir Erna.
MMA Tengdar fréttir „Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57 Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
„Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum“ „Ummælin eru auðvitað samtökunum til vansa. Orðræðan á ekki að vera með þessum hætti,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. 10. mars 2014 15:57
Gunnar Nelson er stórhættuleg fyrirmynd Barnaheill lýsa yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson bardagakappi gæti haft á æsku landsins 10. mars 2014 11:35